(English below)
Ofurblómin blómstra – Sýning í Grasagarði Reykjavíkur
Venjulega blómstra jurtir á vorin og sumrin, en nú í september birtast alls kyns ofurblóm í Grasagarði Reykjavíkur. Þessi blóm hafa vaxið í höndum Rósu Sigrúnar Jónsdóttur myndlistarmanns en hafa nú plantað sér í Grasagarðinum inn á milli aldinna og deyjandi grenitrjáa. Á tímum mikilla breytinga á vistkerfum náttúrunnar eins og mannkynið þekkir þau veltum við vöngum yfir óhjákvæmilegum breytingum, hæfara þróun, stökkbreytingum, ágengni og síðast en ekki síst áhrifum mannsins í þessu öllu. Hver eru þau og hversu óhjákvæmileg eru áhrif mannsins í þessari hringrás lífs og dauða?
Hvert liggur leiðin, hvað ber framtíðin í skauti sér?
Sýningaropnun í Grasagarði Reykjavíkur kl. 18. þann 3. september.
Leiðsögn listamanns um sýninguna verður á degi íslenskrar náttúru þann 16. september kl. 12.
Sýningin stendur út september.
Rósa Sigrún Jónsdóttir útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands 1987 og Listaháskóla Íslands 2001. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi og erlendis og tekið þátt í fjölda samsýninga.
---
The Invasion of the Superflowers
Flowering takes place in the spring. That is what we expect. But for the last year some strange colourful species have grown out of textiles in the hands of the Icelandic artist Rósa Sigrún Jónsdóttir. Now they have found rooting among some old and dying conifers in the Reykjavík Botanic Garden.
In times of declining ecosystems as we know them, we think about concepts like evolution, mutations and invasions, and the role of the human species in this circle of life and death. Where are we heading?
Exhibition opening at the Reykjavík Botanic Garden on September 3rd at 18:00.
Guided tour on September 16th at 12:00.
Rósa Sigrún Jónsdóttir graduated from the Teaching University of Iceland in 1987 and then the Iceland Academy of the arts in 2001. She has held solo exhibitions in Iceland and abroad and participated in a multitude of group exhibitions.
Also check out other Exhibitions in Reykjavík, Arts events in Reykjavík.