Verið velkomin í ókeypis sögugöngu um Keldnaland, fimmtudaginn 11. september kl. 17:30-19:00. Gangan fer fram á íslensku.
Anna Lísa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fornleifa á Borgarsögusafni og Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur munu leiða göngugesti um Keldnaland með sérstakri áherslu á fornleifar og menningarminjar. Þær hafa báðar sinnt rannsóknum á svæðinu. Salvör vann húsakönnun um Keldur og Keldnaholt árið 2022 og Anna Lísa var ein af aðstandendum fornleifaskráningar á sama svæði árið 2024.
Við hittumst á bílastæðinu við Tilraunastöð HÍ að Keldum og röltum svo að bæjarstæðinu á Keldum og áleiðis, m.a. um landssvæði Grafar.
Til að komast að Keldum er best að aka Stórhöfða. Gangan fer fram utandyra og yfir ójafnt landslag svo mætið vel skóuð og klædd eftir veðri.
Ekki er vitað hvenær byggð hófst á Keldum, en heimildir um búskap þar eru til allt frá 14. öld og var landbúnaður stundaður þar fram til 1940 þegar ríkissjóður keypti jörðina til að reka þar rannsóknarstöð háskólans. Tilraunastöðin á Keldum var síðan formlega stofnuð 1946.
Í landi Keldna eru tugir fornleifa sem vitna um líf, starf og samgöngur í nágrenni borgarinnar fyrr á öldum. Þá eru byggingarnar sem standa á Keldum merkur hluti af sögu vísindarannsókna, sem enn eru stundaðar á staðnum.
Borgarsögusafn gegnir fjölbreyttu hlutverki á sviði fornleifaverndar og varðveislu menningarminja og hefur um árabil gert húsakannanir og fornleifaskráningar samkvæmt lögum um deiliskipulag. Húsakönnun er byggingarlistaleg og menningarsöguleg könnun sem byggir á skráningu húsa og mannvirkja sem studd er sagnfræðilegum heimildum, vettvangskönnun og mati á varðveislugildi einstakra húsa, húsasamstæða, byggðaheilda og svipmóti byggðar. Fornleifaskráning er fornleifarannsókn án jarðrasks og felst í heimilda- og vettvangskönnun á minjum á tilteknu svæði, lýsingu, staðháttum og standi og gerð minjanna, mati á aldri þeirra, hlutverki og tegund ásamt varðveislumati.
Viðburðurinn er haldinn í tilefni af Menningarminjadögum Evrópu.
#EHD #EHDIceland #menningarminjadagar
//
Welcome to a free history walk through Keldnaland, Thursday, 11 September from 17:30–19:00. Please note that the walk will be conducted in Icelandic.
Anna Lísa Guðmundsdóttir, project manager of archaeology at the Reykjavík City Museum, and Salvör Jónsdóttir, urban planner, will lead guests through Keldnaland with a special focus on archaeological and cultural heritage sites. Both have conducted research in the area. Salvör carried out a building survey of Keldur and Keldnaholt in 2022, and Anna Lísa was one of the contributors to the archaeological registration of the same area in 2024.
We will meet at the parking lot by the University of Iceland’s Institute for Experimental Pathology at Keldur and walk to the old farmstead at Keldur and beyond, including parts of the Gröf area.
The best way to reach Keldur is via Stórhöfði. The walk takes place outdoors and over uneven terrain, so please wear sturdy shoes and dress according to weather.
It is not known exactly when settlement began at Keldur, but records of farming there date back to the 14th century. Agriculture continued until 1940, when the state purchased the land to establish a research facility for the university. The Institute for Experimental Pathology at Keldur was formally established in 1946.
There are dozens of archaeological sites in Keldur that bear witness to life, work, and transportation in the area in earlier centuries. The buildings currently standing at Keldur are also an important part of the history of scientific research, which continues at the site to this day.
The Reykjavík City Museum plays a diverse role in the protection of archaeological sites and preservation of cultural heritage. For years, it has conducted building surveys and archaeological registrations in accordance with zone planning laws. A building survey is an architectural and cultural-historical study based on documentation of houses and structures, supported by historical sources, field surveys, and assessments of the preservation value of individual buildings, building complexes, settlements, and the character of the built environment. Archaeological registration is a non-invasive archaeological study involving documentary and field surveys of heritage sites in a given area, including descriptions, location, condition, and type of site, as well as assessments of age, function, and preservation value.
This event is held in celebration of the European Heritage Days.
#EHD #EHDIceland #EuropeanHeritageDays
📸Páll Sigurðsson