SAMT SEM ÁÐUR | Event in Reykjavík | AllEvents

SAMT SEM ÁÐUR

Elin Þ. Rafnsdottir

Highlights

Thu, 15 May, 2025 at 02:00 pm

4 hours

Grafíksalurinn/IPA Gallery

Advertisement

Date & Location

Thu, 15 May, 2025 at 02:00 pm to 06:00 pm (GMT)

Grafíksalurinn/ipa Gallery

Reykjavík, Iceland

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

SAMT SEM ÁÐUR
Elín Þ. Rafnsdóttir og Jóna Thors sýna málverk í Grafíksalnum
Salur félagsins Íslensk grafík er í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 og gengið inn sjávarmegin.

Opnunin er laugardaginn 10. maí kl. 14:00 - 17:00.
Sýningin stendur frá 10. til 25. maí 2025 og er opin fimmtudag til sunnudags kl.14 - 18.

------------

Jóna og Elín Þóra hafa sýnt verk sín reglulega, á samsýningum og einkasýningum, á Íslandi og erlendis. Þær sýna nú saman í fyrsta skipti.

Myndir Elínar Þóru á sýningunni eru allar olía á striga og unnar árin 2023 - 2024. Verk Elínar Þóru eru flest óræðar náttúrustemmur og landslag þar sem unnið er með áferð jarðar, árstíðir og gróður.
Elín sækir sér innblástur í íslenska náttúru og útivist svo og í kennslu en hún hefur um árabil kennt myndlist á framhaldsskólastigi. Í verkum sínum dregur hún upp óvæntar og óhlutbundnar hliðar á landslagi og náttúru og lætur tilfinningar ráða för í sköpunarferlinu. Þannig býr hún til óvænt sjónarhorn á myndefnið og veitir því nýjar víddir. Að loknu fornámi í MHÍ 1978 lagði Elín áherslu á skúlptúr í Konunglegu dönsku listaakademíunni í Kaupmannahöfn og útskrifaðist 1982. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna, þar sem hún tók masterspróf í höggmyndalist og grafík. Fyrir Elínu Þóru eru málverkin tjáning forma, lita, efnis og myndbyggingar. Elín Þóra segir að í rauninni skipti hana ekki máli í hvaða miðil hún tjái sig heldur bara að fá að tjá sig og skapa.

Jóna nam við MHÍ ’77-’81, í fornámi og grafíkdeild, og ’87-´90 í leirlistardeild og hefur verið sjálfstætt starfandi listamaður frá útskrift. Hún var þátttakandi í rekstri Sneglu listhúss ásamt fleirum í 9 ár. Hún var einn af stofnendum Kaolín og starfaði með galleríinu í fjögur ár. Árið 2020 kynntist Jóna aðferð við að mála með olíu og vaxi. Í framhaldi skráði hún sig í fjarnám hjá ColdWaxAcademy og stundaði það nám í tvo vetur. Myndir hennar á sýninguni eru unnar með olíu og vaxi á viðarpanela og minni myndir á olíupappír. Innblástur Jónu getur komið frá ólíklegustu stöðum. Frá sjúskuðum trékassa, steyptum vegg, snjáðu verkfæri eða náttúrusýn, minningum og tónlist.

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.

Advertisement

Nearby Hotels

Grafíksalurinn/IPA Gallery, Reykjavík, Iceland

Just a heads up!

We have gathered all the information for you in one convenient spot, but please keep in mind that these are subject to change.We do our best to keep everything updated, but something might be out of sync. For the latest updates, always check the official event details by clicking the "Find Tickets" button.

Get updates and reminders

Host Details

Elin Þ. Rafnsdottir

Elin Þ. Rafnsdottir

Are you the host? Claim Event

Advertisement
SAMT SEM ÁÐUR | Event in Reykjavík | AllEvents
SAMT SEM ÁÐUR
Thu, 15 May, 2025 at 02:00 pm