Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með sumardagskrá sína með spennandi tónleikatvennu þriðjudaginn 29. júlí og miðvikudaginn 30. júlí kl. 20:00 á Björtuloftum, Hörpu. Bassaleikarinn Richard Andersson kememur fram ásamt tríói sínu. Tríóið sameinar þrjá virta tónlistarmenn úr dönsku og íslensku jazzsenunni. Danski bassaleikarinn Richard Andersson hefur skapað sér sterka stöðu á alþjóðlegum vettvangi með fjölmörgum hljóðritunum sem hlotið hafa lof gagnrýnenda, auk samstarfs við stór nöfn á borð við Jerry Bergonzi, Jeff “Tain” Watts og Tony Malaby. Gítarleikarinn Per Møllehøj er meðal fremstu jazzleikara Danmerkur, þekktur fyrir ljóðrænan spilastíl og djúpa innsýn í hefðir jazzins. Hann og Andersson hafa átt farsælt og skapandi samstarf í gegnum árin í margvíslegum hljómsveitum. Trommuleikarinn Matthias Hemstock kemur með lifandi og frumlega rödd inn í tríóið; hann hefur verið ómissandi hluti af tríóinu Richard Andersson NOR í rúman áratug. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir þrír tónlistarmenn stíga saman á svið sem tríó. Dagskráin samanstendur af frumsömdum verkum og nýstárlegum túlkunum á klassískum amerískum jazzperlum.
Richard Andersson Trio
The Richard Andersson Trio brings together three highly respected musicians from the Danish and Icelandic jazz scenes. Danish bassist Richard Andersson has made a name for himself through a long list of acclaimed albums and international collaborations with artists such as Jerry Bergonzi, Jeff “Tain” Watts and Tony Malaby. Guitarist Per Møllehøj is one of Denmark’s most sought-after jazz musicians, known for his lyrical phrasing and deep understanding of the jazz tradition. He and Andersson have played together extensively in various constellations over the years. Icelandic drummer Matthias Hemstock adds a dynamic and inventive voice to the group. He has been a part of the band Richard Andersson NOR for more than a decade, and this marks the first time all three musicians perform together as a trio. The repertoire consists of original compositions and fresh takes on American jazz standards.
Per Møllehøj, guitar
Richard Andersson, bass
Matthías Hemstock, drums
The concert starts at 20 @ Björtuloft, Harpa Concert House. Tickets ISK 4900.
Spennandi sumardagskrá Múlans heldur síðan áfram á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum fram í miðjan ágúst. Múlinn er á sínu 28. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistamanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans.
Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, SUT sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Jazzklúbburinn Múlinn er handhafi Íslensku tónlistarverðalaunanna.
Tónleikar Múlans fara fram á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum klukkan 20:00 á Björtuloftum, fimmtu hæð Hörpu. Miðaverð kr. 4900 og 3600 fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu
You may also like the following events from Mulinn Jazz club:
Also check out other
Music events in Reykjavík,
Entertainment events in Reykjavík,
Concerts in Reykjavík.