Þann 31. október næstkomandi snúa Ragnhildur Gísladóttir og Hipsumhaps bökum saman á tónleikum í Austurbæjarbíói. Tónleikarnir verða síðasti snúningurinn í tónleikaröðinni …& Hipsumhaps. Tvíeykið Kusk & Óviti mun stýra upphitun kvöldsins.
„Ég þarf ekki að kynna Röggu Gísla fyrir neinum. Hún er brautryðjandi í íslenskri tónlistarsögu og lögin okkar eiga einstaklega vel saman. Þetta verða síðustu tónleikarnir í seríunni — og því viðeigandi að þeir fari fram á hrekkjavöku, ásamt draugum fortíðarinnar, í Austurbæ — þar sem Ragga steig fyrst á svið með Grýlunum.“
– Fannsi, Hipsumhaps
Hljómsveit kvöldsins skipa:
Ragnhildur Gísladóttir – söngur
Fannar Ingi Friðþjófsson – söngur og gítar
Bergur Einar Dagbjartsson – trommur
Kristinn Þór Óskarsson – gítar
Magnús Jóhann Ragnarsson – hljómborð
Ólafur Alexander Ólafsson – bassi og gítar
Tumi Árnason – saxófónn
Við skorum á ykkur að mæta snemma, punda niður drykkjum yfir góðu píluspjaldi og gera næs kvöld úr þessu. Tónleikarnir hefjast kl. 21 — miðaverð aðeins 3.900 kr.
Forsala í Nova-appinu kl. 12 fimmtudaginn 9. október.
Almenn miðasala á Tix kl. 12 föstudaginn 10. október:
https://tix.is/event/20475/ragga-gisla-hipsumhaps-i-austurbaejarbio