Góðgerðarhlaup Póstsins fer fram laugardaginn 26. júlí nk. þar sem hlaupið er eftir gamalli landpóstaleið frá Hrútafirði yfir í Búðardal, í einstakri náttúrufegurð. ⛰️ ☀️
Þátttökugjöld renna óskipt til Björgunarsveitarinnar Óskar og Ungmennafélagsins Ólafs pá í Búðardal. 🫶
🏃 Í boði eru 4 vegalengdir: 7 km, 12 km, 26 km og 50 km.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki í hverri vegalengd. 🏅
💕 Yngsta kynslóðin getur skellt sér í Póststubbinn, 1,5 km hring, í hjarta Búðardals á meðan á hlaupinu stendur. Þátttaka fyrir Póststubba er ókeypis og allir fá glaðning þegar komið er í mark. 💝
🎉 Á svæðinu verður hoppukastali fyrir fjörkálfana, veitingar fyrir hina hungruðu og góð stemning fyrir stuðboltana! 🙌
⛺️ Fyrir þau sem vilja gista eru þrjú tjaldsvæði í boði sem sannarlega er hægt að mæla með. Tjaldsvæðið í Búðardal, Sælukotið Árblik og tjaldsvæðið að Laugum í Sælingsdal eru öll með frábærri aðstöðu fyrir ferðalanga og það síðastnefnda er í um 100 metra fjarlægð frá sundlaug.
Við hvetjum ykkur öll til að fá ykkur bíltúr í Dalina og taka þátt í þessum skemmtilega viðburði fyrir alla fjölskylduna og hlaupa til góðs! 🫶
Nánari upplýsingar og skráning á hlaup.is 👇
https://hlaup.is/vidburdir/posthlaupid-26-07-2025/