Jazzklúbburinn Múlinn lýkur sumardagskrá sinni með spennandi tónleikatvennu þriðjudaginn 12. ágúst og miðvikudaginn 13. ágúst kl. 20:00 á Björtuloftum, Hörpu með hljómsveit klúbbsins, Múlakvintettinum. Kvintettinn hefur starfað um árabil og leikur fjölbreytt úrval úr efnisskrá sveitarinnar. Hljómur liðinna ára fá nýtt líf í höndum hljómsveitarinnar, þar sem tónlistin — útsett fyrir tvo saxófóna og rytmasveit — flæðir áfram með dillandi sveiflu. Adderley, Tristano, Konitz, Al Cohn og Zoot Sims. Meðlimir kvintettsins eru, saxófónleikararnir Haukur Gröndal og Ólafur Jónsson, Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Þorgrímur Jónsson sem leikur á bassa og trommuleikarinn Erik Qvick.
The Mulinn Jazz Club Quintet
The jazz club concludes its summer program with a concert featuring the Múlakvintett. The Múlakvintett has been active for many years and presents a varied selection from the band’s repertoire. The sound of past decades is brought to life anew in the hands of the ensemble, as the music — arranged for two saxophones and rhythm section — flows forward with a swinging groove. Adderley, Tristano, Konitz, Al Cohn, and Zoot Sims.
Haukur Gröndal, saxophone
Ólafur Jónsson, saxophone
Ásgeir Ásgeirsson, guitar
Þorgrímur Jónsson, bass
Erik Qvick, drums
The concert starts at 20 @ Björtuloft, Harpa Concert House. Tickets ISK 4900.
Spennandi sumardagskrá Múlans lýkur með þessum tónleikum, Múlinn snýr aftur í lok september með spennandi og nýja dagskrá. Múlinn er á sínu 28. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistamanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans.
Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, SUT sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Jazzklúbburinn Múlinn er handhafi Íslensku tónlistarverðalaunanna.
Tónleikar Múlans fara fram á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum klukkan 20:00 á Björtuloftum, fimmtu hæð Hörpu. Miðaverð kr. 4900 og 3600 fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu
Also check out other Music events in Reykjavík, Entertainment events in Reykjavík, Concerts in Reykjavík.