„Ég get það ekki. Þeir vilja drepa mig þar.“
Mótmælum brottvísun Oscar!
Mótmæli við ríkisstjórnarfund
Föstudaginn 2. maí, kl. 08:45
Hverfisgötu 4
Komum saman á meðan ríkisstjórnin fundar og krefjumst þess að brottvísun Oscar verði stöðvuð!
Nú hefur ríkisstjórnin tækifæri til þess að falla frá stefnu forvera sinna, breyta rétt og taka upp mannúðlegri stefnu í málefnum barna á flótta.
Hingað til hafa dómsmálaráðherra og barnamálaráðherra neitað að beita sér í málinu. Því verður að breyta!
Ræðuhöld verða á staðnum.
Höfnum ofbeldi Útlendingastofnunar.
Krefjumst mannúðar.
EKKI Í OKKAR NAFNI.
Frekari upplýsingar um málið:
Oscar Anders Bocanegra Florez er 17 ára drengur frá Kólumbíu. Honum á að vísa úr landi fyrir lok dags þriðjudaginn 22. apríl – þrátt fyrir að búa hjá íslenskri fósturfjölskyldu sem hefur tekið hann að sér af alúð og ábyrgð.
Oscar flúði til Íslands með föður sínum árið 2022 eftir að glæpamenn í Kólumbíu hótuðu þeim lífláti. Faðir Oscars beitti hann síðar ofbeldi og afsalaði sér forræði. Í október 2024 var Oscar sendur úr landi með föður sínum og endaði einn á götunni í Bogotá – einni hættulegustu borg heims, þar sem hann var í mánuð áður en fósturfjölskyldan sótti hann og kom honum aftur til Íslands.
Nú ætlar Útlendingastofnun að vísa honum aftur úr landi – á sama stað og hættan bíður hans.
Oscar segir: „Ég get það ekki. Þeir vilja drepa mig þar.“