LÍF - Tjarnarbíó, 29 August | Event in Reykjavík | AllEvents

LÍF - Tjarnarbíó

Umskiptingar

Highlights

Fri, 29 Aug, 2025 at 07:30 pm

3 hours

Tjarnarbíó (Reykjavík, Iceland)

Advertisement

Date & Location

Fri, 29 Aug, 2025 at 07:30 pm to 10:30 pm (GMT)

Tjarnarbíó (Reykjavík, Iceland)

Tjarnargata 12, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

LÍF - Tjarnarbíó
Er óbilandi trú á sjálfan sig allt sem þarf til að “meikaða”?

Sissa Líf er tónlistarkona af lífi og sál. Hún hefur óbilandi trú á eigin ágæti en finnst hún ekki njóta sannmælis í listaheiminum. Eftir eins sumars frægð á unglingsárunum og vinsælan einsmellung dreymir hana um meira. Svo miklu meira. En lífið þvælist fyrir henni og áframhaldandi frægð lætur bíða eftir sér.

Sissa gefst samt ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Nú er hún mætt í Tjarnarbíó þar sem hún á að taka eitt lag, hittarann Hurry Boy eftir hljómsveitina sína Airship Fury, en ekki fer allt eftir áætlun.

Verkið var frumsýnt í Hlöðunni á Litla-Garði hjá Akureyri. Þá fór Líf á leikferð um Norðausturland og þaðan á RVK Fringe árið 2022. Þar hlaut Margrét

verðlaun fyrir bestu karaktersköpunina á hátíðinni. Um haustið var Líf gestasýning hjá Leikfélagi Akureyrar þar sem það var sýnt tvisvar sinnum fyrir fullu húsi.

Líf kemur áhorfendum ávallt í opna skjöldu og veltir upp pælingum um andlegt heilbrigði, brotalamir samfélagsins og fjallar um óhefðbundna, kvenkyns söguhetju (eða réttara væri að segja andhetju).

Úr gagnrýni Elsu Maríu Guðmundsdóttur á verkinu fyrir kaffid.is:

„Margrét býr til afar trúverðuga persónu, hún á létt með að galdra fram kaldhæðnislegt grín í bland við frekar sorgleg örlög Sissu.“

„Mæli hjartanlega með þessari sýningu, skemmtileg, áhugaverð og hér gefst tækifæri til að sjá fagmannlegan einleik á skemmtilegu sviði í tryggri leikstjórn Jennýjar Láru.“


You may also like the following events from Umskiptingar:

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

Tickets for LÍF - Tjarnarbíó can be booked here.

Advertisement

Nearby Hotels

Tjarnarbíó (Reykjavík, Iceland), Tjarnargata 12, 101 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Reserve your spot

Host Details

Umskiptingar

Umskiptingar

Are you the host? Claim Event

Advertisement
LÍF - Tjarnarbíó, 29 August | Event in Reykjavík | AllEvents
LÍF - Tjarnarbíó
Fri, 29 Aug, 2025 at 07:30 pm