Klifurmúsin
Öll fá þátttökuverðlaun og er markmiðið að hafa gaman. Engin sæti, stig eða pallur. Klifurmúsin er tilvalin sem fyrsta klifurmót eða fyrir þau sem vilja klifra fullt af skemmtilegum krakkaleiðum í fjölskyldusalnum. Keppnin fer fram í fjölskyldusalnum í Ármúla 21.
Keppendur verða að vera skráðir fyrirfram vegna fjöldatakmörkunar í hópum og er miðað við plássið í fjölskyldusalnum. Ef báðir hópar fyllast munum við vera í sambandi við þau sem skrá sig á biðlista og við munum reyna að koma öllum að á mótinu sem vilja taka þátt. Enginn munur er á hópum 1 og 2, aðeins tímasetningin. Keppendur mæta í afgreiðsluna í Ármúla 23 til að fá stigablöðin og staðfesta komu á mótið. Upphitunaraðstaða er í boði í Ármúla 23.
Kl. 09:00 - 10:00 Hópur 1
Kl. 10:30 - 11:30 Hópur 2
Skráning fer fram á Abler:
https://www.abler.io/shop/klifurhusid/motagjold/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDkyNDk=
////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
Klifurgeitin
Klifurgeitin er hæfileikamótunarmót fyrir unga og efnilega klifrara í U17, U15 og U13 sem vilja keppni með krefjandi leiðum. Undankeppnin fer fram í Ármúla 23 og úrslit í æfingasalnum Ármúla 21. (Mótið var áður kallað Young Guns).
Fyrirkomulag fyrir U15 og U17: Undankeppni og svo úrslitaumferð
Fyrirkomulag fyrir U13 og U15: Mót með einni umferð (ekki úrslitaumferð)
Best er að iðkendur sem eru í U15 ákveði í samráði við þjálfara hvort fyrirkomulagið hentar þeim.
Dagskrá
8:30 Húsið opnar
9:00 Undankeppni fyrir U15 og U17 (Ármúli 23) (90 mín)
11:00 Undankeppni fyrir U13 og U15 (þau sem klifra án úrslitaumferðar) (Ármúli 23) (60 mín)
11:00 Úrslit undankeppni fyrir U15 og U17 tilkynnt
Hádegismatur
12:30 Farið yfir úrslitahringi og hópmyndataka (Ármúli 21)
12:45 Úrslit C (sæti 17-24 í undankeppni) (Ármúli 21)
Úrslit B (sæti 9-16 í undankeppni)
Úrslit A (sæti 1-8 í undankeppni)
(klárast 14:50 ef tímaplan gengur eftir)
Mótsfyrirkomulag
Undankeppni: 20 leiðir með 4 erfiðleikastigum. Röð leiða gefur vísbendingu um erfiðleikastig (leið 1 léttust, leið 20 erfiðust). Klifrarar geta prófað leiðir í þeirri röð sem þeir kjósa og mega horfa á aðra klifra.
Úrslit (U17 og U15): Það eru samtals 24 klifrarar sem komast í þrjár úrslitaumferðir sem eru á ólíkum erfiðleikastigum. Klifarar í sætum 1-8 komast í úrslit A (erfiðasta umferðin), 9-16 í úrslit B og síðan 17-24 sæti í úrslit C. Fjöldi leiða í úrslitum eru 4 leiðir. Klifrararnir mega skoða leiðirnar áður en keppnin hefst og mega horfa á hvorn annan reyna þær. Keppt er á tíma 4 mín af/ 4 mín af með 15 sek millitíma. Stundum eru myndbönd af leiðunum (mismunandi milli móta).
Aldurshópar 2025:
U13: 2013-2014
U15: 2011-2012
U17: 2009-2010
Athugið: Þjálfarar geta gefið undanþágu um að keppa í flokki fyrir ofan sig (sjá viðbót KÍ við IFSC reglur).
Skráning fer fram á Abler:
https://www.abler.io/shop/klifurhusid/motagjold/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NDkyNDk=