Hvað skiptir máli fyrir farsæld barna? | Event in Reykjavík | AllEvents

Hvað skiptir máli fyrir farsæld barna?

Menntavísindasvið HÍ

Highlights

Thu, 16 Oct, 2025 at 02:30 pm

Saga - Hagatorg 1, 107 Reykjavík, Iceland

Advertisement

Date & Location

Thu, 16 Oct, 2025 at 02:30 pm (GMT)

Saga - Hagatorg 1, 107 Reykjavík

Hagatorg 1, 107 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

Hvað skiptir máli fyrir farsæld barna?
Dr. Anne Edwards, prófessor emerita í menntunarfræði við háskólann í Oxford heldur erindið: Lærdómur af þverfaglegu samstarfi sem styður við farsæld barna fimmtudaginn 16. október kl. 14.30-16.00 í stofu S-114 í Sögu.
-English below-

Erindi Anne Edwards fer fram á ensky og er hið fyrsta í fyrirlestrarröð Menntavísindasviðs og er samstarfsverkefni Farsældarnets Félagsvísindasviðs HÍ og Menntavísindasviðs.

Dagskrá

Ragnheiður Hergeirsdóttir, lektor í félagsráðgjafardeild býður fólk velkomið fyrir hönd Farsældarnetsins
Oddný Sturludóttir, doktorsnemi kynnir Anne Edwards
Anne Edwards, prófessor emerita við Oxford Háskóla, Lærdómur af þverfaglegu samstarfi sem styður við farsæld barna
Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs leiðir umræður að erindi loknu.
Jón Torfi Jónasson, prófessor emeritus flytur samantekt.
Ágrip

Með nýjum farsældarlögum gefst frábært tækifæri til að flétta saman þræði fagmennsku og umhyggju í nærumhverfi barna, í stefnumótun sem og á vettvangi skóla- og frístundastarfs. En farsældarlögin hafa einnig í för með sér væntingar til skólafólks og allra þeirra sem með þeim starfa, s.s. fagfólks í frístunda- og forvarnarstarfi, félagsráðgjafa og annarra í stoðþjónustu kringum börn og unglinga. Þessar væntingar fela í sér að draga fram ólíkar tegundir fagmennsku, styrkleika, gildi og hvata ólíkra fagstétta. Þær fela einnig í sér áskorun um að koma auga á og skilja hvernig hægt er að virkja styrkleika, gildi og hvata ólíkra fagstétta, í þágu farsældar barna.

Í fyrirlestri sínum mun Anne Edwards miðla áratugalöngu rannsóknarstarfi sínu, sem leitt hefur í ljós hvernig fagfólk í Bretlandi tókst á við að mæta þessum áskorunum á árangursríkan hátt. Hún mun kynna þrjú hugtök sem tengjast innbyrðis og hafa verið kölluð „garðyrkjuverkfærin“. Þau hverfast um það hvernig sameiginleg þekking (common knowledge) byggist upp, hvernig sérhæfing fagfólks þróast í þverfaglegu samstarfi og í tengslum við aðra (relational expertise) og hvernig virkni fagfólks mótast af þeim tengslum (relational agency), í samstarfi við börn og fjölskyldur. Edwards mun kynna ramma um þverfaglegt samstarf sem þróaður var af áströlskum fræðikonum, á grunni garðyrkjuverkfæranna þriggja. Ramminn var þróaður með það í huga að koma auga á hvernig þverfaglegt samstarf þróast og dýpkar, í tengslum við nám og farsæld yngri barna. Ramminn hefur einnig verið nýttur í skólastarfi með eldri börnum, til að styðja við þverfaglega starfshætti. Að lokum ræðir Edwards um lærdóm rannsókna sinna og leiðir til innleiðingar fyrir stjórnvöld og stefnumótandi aðila, skólafólk og annað fagfólk á vettvangi, sem og háskóla sem mennta kennara og annað fagfólk.

Um Anne Edwards

Anne Edwards er prófessor emerita við háskólann í Oxford, deild menntunarfræða. Hún er fyrrverandi forseti breska menntarannsóknarfélagsins og hefur hlotið heiðursdoktorsnafnbót frá háskólunum Helsinki og Osló fyrir rannsóknir sínar á þverfaglegu samstarfi. Rannsóknir Anne Edwards byggjast á menningarsögulegri nálgun (Cultural-historical activity theory) á nám og þroska. Þessi nálgun mótar rannsóknir hennar í samstarfi við fræðifólk í Osló og hafa verið rauður þráður rannsókna hennar á þverfaglegu samstarfi síðastliðin 25 ár. Nýjasta bók Edwards, sem hún skrifaði með Marianne Hedegaard, ber titilinn: Taking Children and Young People Seriously: A Caring Relational Approach to Education.
--
Dr. Anne Edwards, Professor Emerita of Education at the University of Oxford, will give a talk: Lessons Learnt About Interprofessional Collaboration to Support Children and Families on Thursday, October 16, 2:30-4:00 p.m. in room S-114, Saga.

Anne Edwards’ talk is the first in the School of Education’s lecture series and is a collaborative project of the Icelandic Research-Network on the Wellbeing of Children and Families (ICEWELL) of the School of Social Sciences, University of Iceland and the School of Education.

Program

Ragnheiður Hergeirsdóttir, Assistant Professor in the Facultyt of Social Work welcomes people on behalf of the the Icelandic Research-Network on the Wellbeing of Children and Families (ICEWELL)
Oddný Sturludóttir, PhD student introduces Anne Edwards
Anne Edwards, Professor Emerita at the University of Oxford - Lessons Learnt About Interprofessional Collaboration to Support Children and Families
Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Dean of the School of Education, will lead a discussion after the talk.
Jón Torfi Jónasson, professor emeritus, will present a summary.


You may also like the following events from Menntavísindasvið HÍ:

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.

Advertisement

Nearby Hotels

Saga - Hagatorg 1, 107 Reykjavík, Iceland, Hagatorg 1, 107 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland
Get updates and reminders
Ask AI if this event suits you

Host Details

Menntavísindasvið HÍ

Menntavísindasvið HÍ

Are you the host? Claim Event

Advertisement
Hvað skiptir máli fyrir farsæld barna? | Event in Reykjavík | AllEvents
Hvað skiptir máli fyrir farsæld barna?
Thu, 16 Oct, 2025 at 02:30 pm