Laugardaginn 25. október frá kl. 11 - 17 verður Grímusmiðja & Hellaskoðun í Höfuðstöðinni. Hannaðu ógleymanlega grímu fyrir Hrekkjavöku. Gerðu hana einstaka og leyfðu ímyndunaraflinu að ráða för þannig að gríman geti breytt þér í hvað eða hvern sem er.
Í Hellaskoðun slökkvum við ljósin inni í Chromo Sapiens og gestir fara inn með vasaljós og leiðsögumanni í leit að álfkonunni sem þar býr.
Verð á grímu er 1.290-1.990kr.
Hellaskoðun er kl. 13 & kl. 15.
Hentar öllum aldurshópum.
Skráning óþörf.
Kaffihúsið, útisvæðið og sýningin Chromo Sapiens verða á sínum stað.
Dagana 24. - 28. október frá kl. 11 - 17 verðum við með Listasmiðjur í Vetrarfríinu í Höfuðstöðinni. Dagskráin er eftirfarandi:
*Fös 24. okt Sparibaukasmiðja kl. 11 - 17
*Lau 25. okt Grímusmiðja & Hellaskoðun kl. 11 - 17
*Sun 26. okt Sólgleraugnasmiðja kl. 11 - 17
*Mán 27. okt Keramíkpottasmiðja kl. 11 - 17
*Þri 28. okt Lyklakippusmiðja kl. 11 - 17
Verð per hlut er 1.290 - 2.490kr.
Hentar öllum aldurshópum.
Skráning óþörf og allir eru velkomnir.
--
Höfuðstöðin er lista- og menningarhús í gömlu kartöflugeymslunum í Elliðaárdalnum. Þar má finna kaffihús og bar með sólpalli og útileikföngum, gjafavöruverslun og sýninguna Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter. Opið er virka daga frá kl. 12 - 18 og helgar frá kl. 11 - 17. Hægt er að leigja út Höfuðstöðina fyrir einkaviðburði og það eru skemmtilegar listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur alla laugardaga frá kl. 11 - 17 og á völdum frídögum.
www.hofudstodin.com
www.instagram.com/hofudstodin
www.facebook.com/hofudstodin
You may also like the following events from Höfuðstöðin: