Galdrar á Íslandi | Event in Reykjavík | AllEvents

Galdrar á Íslandi

Þjóðminjasafn Íslands

Highlights

Fri, 25 Apr, 2025 at 01:00 pm

Suðurgata 41, 102

Advertisement

Date & Location

Fri, 25 Apr, 2025 at 01:00 pm (GMT)

Suðurgata 41, 102

Suðurgata 41, 102 Reykjavíkurborg, Ísland, Reykjavík, Iceland

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

Galdrar á Íslandi
Þjóðminjasafnið og Hyldyr bókaútgáfa efna til málþings um galdra á Íslandi.

Í seinni tíð hefur áhugi fólks á galdrahefð fyrri alda og heimildum um hana farið vaxandi. Margvísleg galdrakvæði, þulur og galdratákn frá 17., 18. og 19. öld hafa varðveist í íslenskum heimildum og vakið forvitni víða um heim. Árni Magnússon og skrifari hans Jón Ólafsson úr Grunnavík varðveittu slíkt efni og auk þess skráði Jón Grunnvíkingur og skrifaði um galdraefni sem rak á fjörur þeirra.

Á málþinginu verða flutt fjölbreytt erindi um íslenska galdrahefð, afstöðu Árna Magnússonar til galdra, útgáfu galdrahandrita og áhuga samtímafólks á slíku efni. Þá gaf bókaútgáfan Hyldyr nýverið út galdrakver úr safni Árna Magnússonar, AM 434 d 12mo, og mun Kári Pálsson útgefandi og þjóðfræðingur segja frá kverinu.


DAGSKRÁ:

Fundarstjóri og kynnir er Jón Jónsson þjóðfræðingur.

13:00
Jón Jónsson heldur stutta kynningu á efni viðburðarins.

13:10-13:40
Már Jónsson, prófessor í sagnfræði - Árni Magnússon og galdrafár 17. aldar.

Eitt af því sem svonefnd jarðabókarnefnd Árna Magnússonar og Páls Vídalíns átti að gera var að rannsaka misfellur í réttarfari í landinu. Þeir félagar tóku til starfa sumarið 1702 og meðfram því að gera manntal, kvikfjártal og jarðabók tóku þeir upp nokkur gömul dómsmál sem þeir töldu sýna að lögmenn og aðrir dómarar hefðu ekki vandað til verka. Þar á meðal var galdramál Ara Pálssonar sem hófst árið 1677 og lauk fjórum árum síðar á því að hann var brenndur á báli. Gagnrýni Árna og Páls á meðferð þessa máls verður í erindinu nýtt til að sýna þá miklu breytingu sem hafði orðið í viðhorfi manna til galdra í millitíðinni og rakið verður hvernig skoðanir Árna, sem ólst upp í galdrafárinu miðju, höfðu þróast árin á undan.

13:40-14:10
Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Galdrahefðin á Íslandi.

Frá sjónarhóli textafræðings er varðveisla íslenskra galdra erfið viðfangs. Iðulega er erfitt að tímasetja textana eða gera grein fyrir uppruna þeirra. Í sumum tilfellum sýnir þó samanburður við erlendar heimildir að efni sem varðveitt er í ungum handritum á sér uppruna á miðöldum. Í þessu erindi verður velt vöngum yfir nokkrum dæmum af þessu tagi og litið á galdur, lækningar og bænir.

14:10 - 14:40
Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum: Verði minn vilji: yfirnáttúruleg hugsun og flokkun galdra.

Á hvaða hugmyndum byggir trúin á galdur? Hvað er yfirnáttúruleg hugsun? Hvar liggja mörk góðgaldurs og svartagaldurs? Hvaða munur er á líkingagaldri og smitgaldri? Hvenær er galdur kollvarpandi eða biðjandi?

Hér verður fáeinum skilgreiningum fræðimanna á galdrahefð gerð skil og farið yfir flokkun galdra sömuleiðis. Að lokum verður íslensk galdrahefð sett í samhengi við þessar skilgreiningar og flokkunarkerfi með tilvísun í varðveitt íslensk dæmi. Tæpt verður m.a. á rúnum og galdrastöfum, þulum og særingakvæðum.

14:40 - 15:00
Kaffihlé. Boðið verður upp á kaffi og kleinur.

15:00 - 15:30
Kári Pálsson, þjóðfræðingur: Um galdrakverið AM434 d 12mo.

Árið 1697 fékk handritasafnarinn Árni Magnússon merkilega skruddu á sitt borð. Sá sem sendi Árna handritið tekur fram að handritið "innifalles hvurnig þeir í fyrri tíð hafi tilkomist í munnræður við Huldufólk". Hér verður handritið rætt frá þjóðfræðilegu sjónarhorni.

15:30 - 16:00
Joseph Stanley Hopkins frá bókaútgáfunni Hyldyr: Observations on publishing grimoires for modern popular audience. Erindið verður flutt á ensku.

Að loknu hverju erindi verður gefið rými fyrir spurningar.

Aðgangur er ókeypis.

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.

Advertisement

Nearby Hotels

Suðurgata 41, 102, Suðurgata 41, 102 Reykjavíkurborg, Ísland,Reykjavík, Iceland

Just a heads up!

We have gathered all the information for you in one convenient spot, but please keep in mind that these are subject to change.We do our best to keep everything updated, but something might be out of sync. For the latest updates, always check the official event details by clicking the "Find Tickets" button.

Get updates and reminders

Host Details

Þjóðminjasafn Íslands

Þjóðminjasafn Íslands

8 Followers

Are you the host? Claim Event

Advertisement
Galdrar á Íslandi | Event in Reykjavík | AllEvents
Galdrar á Íslandi
Fri, 25 Apr, 2025 at 01:00 pm