Kæru félagar,
Árslok nálgast óðfluga. Þar sem desember er ávallt annasamur mánuður í faðmi fjölskyldu og vina ætlar Sósíalistaflokkurinn að slá saman mánaðarlegum fundum nóvember og desember í einn stóran og hátíðlegan Jólafund föstudaginn 13. desember.
Stjórnir flokksins bjóða öllum flokksfélögum til veislu þar sem við munum eiga góða stund saman, borða góðan mat og safna leikföngum fyrir börn sem búa við fátækt.
Einnig verður „Opinn hljóðnemi“ þar sem félagsmenn geta stigið á stokk. Þið getið undirbúið stutta ræðu (3-5 mín) um vonir ykkar fyrir flokkinn á nýju ári, hugmyndir um sósíalisma eða jafnvel tjáð ykkar skoðun á því hvort ananas eigi heima á pizzu. Allar skoðanir eru vel þegnar!
Fyrirkomulag og matur (Pálínuboð):
Við ætlum að halda „pálínuboð“ og biðjum þá sem tök hafa á að koma með rétt á hlaðborðið. Flokkurinn mun einnig bjóða upp á léttar veitingar.
16:30: Húsið opnar fyrir þau sem koma með mat (til að græja á borð).
17:00: Húsið opnar fyrir almenna gesti.
18:00: Formleg dagskrá hefst.
Vinsamlegast sendið línu á
eGogfCB4aiAhIGlz og látið vita hvaða rétt þið hyggist koma með. Endilega takið vin eða vinkonu með ykkur!
Dagskrá:
1 Framkvæmdastjórn segir frá starfinu
2 Málefnastjórn segir frá starfinu
3 Kosningastjórn segir frá starfinu
4 Opinn hljóðnemi
5 Önnur mál
Fundurinn er áætlaður um 90 mínútur. Félagsfundir eru frábært tækifæri til að kynnast starfinu betur og taka þátt í baráttunni.
https://us06web.zoom.us/j/81527956521?pwd=r3q9MWlDrOcPbda6ZHUmCXzkNMTvSD.1
Jólasöfnun – Hjálparkokkar:
Við tökum þátt í söfnuninni Hjálparkokkar sem aðstoðar foreldra við að gefa börnum sínum jólagjafir, í samstarfi við Hildi Oddsdóttur og Birnu Kristínu Sigurjónsdóttur.
Hægt er að koma með smáhluti/leikföng í skógjafir á fundinn, eða leggja verkefninu lið með frjálsum framlögum:
Banki: 0133–26–001556
Kt: 431220–1720
Skýring: „Skógjafir“ eða „Jólagjöf“
Taktu daginn frá:
🗓 13. desember kl. 17:30 (17:00 ef þú kemur með mat).
🍲 Útbúðu rétt til að deila á hlaðborðið.
🎁 Taktu þátt í leikfangasöfnuninni (með gjöf eða millifærslu).
🎤 Undirbúðu stutta ræðu ef þú hefur eitthvað á hjarta.
Sjáumst öll, njótum jólaandans, samverunnar og gjafmildinnar!
Baráttukveðjur,
Sósíalistaflokkurinn