Drulluhlaup Krónunnar er fyrir alla fjölskylduna og líka einstaklinga þar sem tíminn skiptir ekki máli heldur það eitt að komast í gegnum allar hindranirnar á leiðinni. Áhersla er lögð á skemmtilega hreyfingu, gleði og samvinnu!
Hvernig fer hlaupið fram?
Hlaupaleiðin er drulluskemmtileg og krefjandi en hringurinn er 3,5 km langur með fjölda hindrana sem þarf að yfirstíga. Fjölskyldur hlaupa saman og hjálpast að við að komast í gegnum hindranirnar eða leysa saman þrautirnar. Hlaupaleiðin er skemmtileg og krefjandi en þó eiga allir, 8 ára og eldri, að komast í gegnum hana með aðstoð foreldra og/eða forráðarmanna.
10 manna hópar verða ræstir út með 2 mínútna millibili frá kl. 10:00. Við skráningu fá þátttakendur úthlutaðan tíma.
Rás- og endamark eru við Íþróttahúsið við Varmá og þar verður partýstemning frá því að hlaupið hefst og þar til því lýkur. Þar verður líka hægt að hvetja keppendur áfram og njóta samverustundar með fjölskyldum og vinum.
Er hægt að skola af sér eftir hlaupið?
Jú, svo sannarlega! Útisturtur verða á staðnum og þáttakendur hafa einnig aðgang að sturtuklefum í sundlauginni Varmá en eru vinsamlegast beðnir um að ganga snyrtilega um inni.
Hvað kostar og hvernig fer skráning fram?
Einstaklingsskráning:
3.500 kr fyrir hvern þátttakanda
Hópskráning:
4 manna hópur: 7.000 kr
5 manna hópur 8.500 kr.
6 manna hópur 10.000 kr.
Aukaeinstaklingur í hóp greiðir 1.500 kr
Hér skráirðu þig og þína í skítugasta hlaup ársins:
https://netskraning.is/drulluhlaup-kronunnar/