Bryndís Gunnarsdóttir ver doktorsritgerð sína í menntavísindum við Deild kennslu- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Vörnin fer fram fimmtudaginn 27.nóvember kl. 13:00 í Hátíðasal aðalbyggingar Háskóla Íslands og verður einnig í streymi.
Hlekkur á streymi -
https://vimeo.com/event/5533535
-English below-
Heiti ritgerðar: Félagslyndi ungra leikskólabarna: Rannsókn á óyrtum félagslegum samskiptum í jafningjahópnum.
Andmælendur: Dr Annukka Pursi, háskólalektor við the University of Helsinki, Finnland and dr. Anne Greve, prófessor við the Oslo Metropolitan University, Noregi
Aðalleiðbeinandi: Dr. Amanda Bateman prófessor við Birmingham City University, England
Meðleiðbeinandi er Dr. Sally Peters, deildarforseti við University of Waikato, Nýja Sjálandi. Sérfræðingur í doktorsnefnd og umsjónarkennari er Dr. Hrönn Pálmadóttir fyrrverandi dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Stjórnandi athafnar: Dr. Karen Rut Gísladóttir, prófessor og deildarforseti við Deild kennslu- og menntunarfræði stjórnar athöfninni.
Verið öll velkomin!
Um verkefnið:
Doktorsrannsókn þessi fjallar um félagslyndi (e. sociality) ungra leikskólabarna með áherslu á þátttöku þeirra og færni í samskiptum við jafningja. Sérstaklega var skoðað hvernig þau beita óyrtum aðferðum til að taka virkan þátt í jafningjahóp, móta hann í samvinnu við önnur börn og skapa tilfinningu fyrir hinu „sameiginlega við“ (e. mutual we). Rannsóknin fór fram á ungbarnadeild í leikskóla á Íslandi og byggir á félagsháttafræði (e. ethnomethodology) og fjölháttasamtalsgreiningu (e. multimodal conversation analysis). Hún sýnir fram á að ung börn taka virkan þátt í félagslegum samskiptum og sýna þannig fram á félagslyndi sitt.
Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í þremur ritrýndum fræðigreinum. Sú fyrsta lýsir óyrtum aðferðum barna til að hefja samskipti, einkum með augnasambandi og snertingu. Önnur greinin fjallar um húmor og virknikosti útileiksvæðisins til að efla tengsl og tilfinningu fyrir að tilheyra í barnahópnum. Þriðja greinin sýnir hvernig börn nota áhorf og eftirhermu til að taka þátt í leik og samskiptum. Niðurstöðurnar varpa ljósi á hvernig börn móta jafningjamenningu og félagsleg tengsl frá unga aldri.
Gögnum var safnað í níu mánuði með þátttökuathugunum, myndbandsupptökum og vettvangsnótum. Afritun þessara óyrtu samskipta samkvæmt aðferð fjölháttasamtalsgreiningar leiddi í ljós blæbrigðaríkar leiðir barna til félagslegrar þátttöku. Aðferðin reyndist gagnleg til að skoða samskipti ungra barna og gefur mikilvæga innsýn í félagslega reynslu þeirra.
Niðurstöðurnar hafa bæði fræðilegt og hagnýtt gildi. Þær leggja til nýja sýn á félagslyndi yngstu barnanna og sýna fram á mikilvægi þess að kennarar styðji meðvitað við samskipti þeirra. Með auknum skilningi á félagslegri hæfni barna geta leikskólar skapað svigrúm og tækifæri til að efla félagslega virkni og möguleika ungra barna á að skapa félagslega samheldni innan jafningjahópsins.
Um doktorsefni:
Bryndís Gunnarsdóttir (f.1975) lauk B.Ed-prófi í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands 2009 auk BA-prófi í ensku með sagnfræði sem aukagrein. Hún lauk meistaraprófi í alþjóðlegri leikskólafræði frá þremur samstarfsháskólum 2012, en það voru Ósló Metropolitan háskólinn í Noregi, Technological University Dublin á Írlandi og Háskólinn á Möltu. Námið var skipulagt undir Erasmus Mundus prógrammi Evrópusambandsins og styrkt af Evrópuráðinu. Árið 2014 hlaut Bryndís doktorsnámsstyrk Wilf Malcolm rannsóknarstofunnar við Waikato háskóla á Nýja Sjálandi og hóf doktorsnám þar sama ár. Hún flutti sig svo til Háskóla Íslands árið 2017. Bryndís starfaði sem leikskólakennari með deildarstjórn í leikskólanum Sólborg á Ísafirði 2009 til 2010 og frá 2015 til 2021 og í leikskólunum Barneslottet og Bykuben í Ósló, Noregi frá 2012-2014. Frá 2021 hefur Bryndís starfað sem aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands þar sem hún kennir leikskólakennarafræði. Auk þess er Bryndís í stjórn RannUng, rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna. Bryndís er Ísfirðingur, foreldrar hennar eru Gunnar Veturliðason og Valdís Friðriksdóttir og er hún ein sex systkina.
--
Bryndís Gunnarsdóttir defends her PhD thesis in Educational Sciences from the Faculty of Education and Pedagogy, University of Iceland:
Toddler Sociality: Co-constructing the peer group through embodied interactions
The oral defence takes place Thursday, November 27th, at 13.00 pm in the Aula, Main Building, as well as in live stream.
Opponents are Dr. Annukka Pursi, Assistant Professor at the University of Helsinki, Finnland and Dr. Anne Greve, prófessor við the Oslo Metropolitan University, Norway.
Main supervisor is Dr. Amanda Bateman professor at Birmingham City University, England, co-supervisor is Dr. Sally Peters, dean at University of Waikato, Nýja Sjálandi. Expert on doctoral committee and supervising teacher is Dr. Hrönn Pálmadóttir, former associate professor at the School of Education, University of Iceland.
Dr. Karen Rut Gísladóttir, head of Faculty of Education and Pedagogy will conduct the ceremony.
About the project:
This PhD research project explores toddlers’ sociality and competence in peer interactions, focusing on their use of embodied strategies to actively participate, co-construct their peer group, create a sense of togetherness and form a ‘mutual we’. Conducted in a toddler room within an early childhood education and care (ECEC) setting in Iceland, the study applies ethnomethodology (EM) and multimodal conversation analysis (CA) to showcase their active engagement and sophisticated social behaviours.
The project consists of three sub-studies presented as research articles. The first investigates toddlers’ embodied strategies for initiating interactions, particularly gaze and touch. The second examines how humour and environmental resources are employed to initiate and sustain peer interactions. The third explores how toddlers observe and imitate their peers in order to showcase their understanding of ongoing play activity. Together, the studies highlight toddlers’ agency in shaping relationships and peer culture, providing unique and valuable insights into the new and emerging area of toddler sociality.
Data were collected over nine months using participant observations, video recordings, and field notes. Interactions were transcribed following multimodal CA conventions, providing detailed insights into toddlers’ embodied strategies and social navigation. The findings demonstrate the value of ethnomethodology and multimodal CA for conceptualising toddler sociality and competence in ECEC contexts.
This research has implications for policy and practice by advocating a nuanced understanding of toddler sociality and the importance of supporting peer interactions. While teachers’ roles were not directly studied, the findings suggest that recognising toddlers’ embodied engagement can help educators better support and enhance social experiences in ECEC.
You may also like the following events from Menntavísindasvið HÍ:
Also check out other
Nonprofit events in Reykjavík.