Doktorsvörn: Anna Sigrún Ingimarsdóttir, 8 December | Event in Reykjavík | AllEvents

Doktorsvörn: Anna Sigrún Ingimarsdóttir

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Highlights

Mon, 08 Dec, 2025 at 01:00 pm

2 hours

Aðalbygging - Hátíðasalur, Sæmundargata, Reykjavík, Iceland

Advertisement

Date & Location

Mon, 08 Dec, 2025 at 01:00 pm to 03:00 pm (GMT)

Aðalbygging - Hátíðasalur, Sæmundargata

Reykjavík, Iceland

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

Doktorsvörn: Anna Sigrún Ingimarsdóttir
Anna Sigrún Ingimarsdóttir ver doktorsritgerð sína í fötlunarfræði við Félagsfræði-, mannfræðiog þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Vörnin fer fram 8. desember kl. 13:00 í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Heiti ritgerðarinnar er Ungt fatlað fólk á vegferð til fullorðinsára: Úrlausnarefni og áskoranir ´Mér er alveg sama hvað þeim finnst, ég er sátt við mig eins og ég er´ (Young disabled people at times of transitioning: Possibilities and challenges — ‘I don’t care what they think—I’m happy with who I am’).

Andmælendur eru doktor Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor emeritus við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, og doktor Janice McLaughlin prófessor við Newcastle University, Bretlandi.

Leiðbeinandi er doktor Snæfríður Þóra Egilson prófessor við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Auk hennar áttu sæti í doktorsnefndinni doktor Kristín Björnsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og doktor Yani Hamdani dósent við University of Toronto.

Stjórnandi athafnar er doktor Unnur Dís Skaptadóttir prófessor við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands.

Öll velkomin!



Um verkefnið:

Unglingsárin eru gjarnan skilgreind sem tími umbreytinga þar sem ungt fólk undirbýr og fetar veginn til fullorðinsára. Umbreytingar unglingsáranna geta falið í sér að ná tilteknum áföngum er varða þroska eða sjálfræði og endurspegla breytta stöðu einstaklingsins í félagslegu og menningarlegu samhengi. Fyrirliggjandi rannsóknir hafa sýnt að þessi tímamót eru krefjandi fyrir öll ungmenni og jafnvel enn flóknari fyrir ungt fatlað fólk sem einnig þarf að takast á við fötlunartengdar áskoranir á þessu æviskeiði. Fáar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar þar sem raddir ungs fatlaðs fólks eru lagðar til grundvallar. Tilgangur rannsóknarinnar var að staga í þetta þekkingargat með því að draga fram raddir og skilning ungs fatlaðs fólks og barna með því að rýna í upplifun þeirra af úrlausnarefnum unglingsárana. Ennfremur að skoða hvaða hugmyndir og væntingar þau hefðu um fullorðinsárin, hvernig þau tókust á við áskoranir og hvaða áhrif þær höfðu á sjálfsmynd þeirra og sjálfskilning. Unga fólkið vildi takast á við hefðbundin fullorðinshlutverk og láta að sér kveða á félagslegum vettvangi en því mættu marglaga hindranir sem drógu verulega úr aðgengi þess og tækifærum til þátttöku til jafns við jafnaldra. Hindranir birtust meðal annars í óaðgengilegu umhverfi, óviðunandi þjónustu og í djúpstæðum fordómum. Staða þátttakenda sem ung og fötluð virtist draga enn frekar úr tækifærum þar sem þau þurftu bæði að takast á við ableisma og adultisma. Félagsleg viðurkenning var unga fólkinu mikilvæg og mörg lögðu hart að sér til að fá samþykki. Sú viðleitni gat skapað togstreitu þar sem þau fundu sig knúin til að fela eða afneita fötlunartengdum þörfum sínum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna hvernig ráðandi hugmyndir um ungt fatlað fólk og vegferðina til fullorðinsára mótast af ableískum og adultískum hugmyndakerfum sem undanskilja og útiloka mannlegan margbreytileika. Rannsóknin er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem nefnist Lífsgæði og þátttaka barna og unglinga: Umbreytingarannsókn (LIFE-DCY) sem var styrkt af Rannís (174299-051) og Styrktarsjóði Sigrúnar og Þorsteins.

Um doktorsefnið:

Anna Sigrún Ingimarsdóttir (f. 1986) lauk BA-gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2010 og MA-gráðu til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá sama skóla árið 2012. Þá lauk hún diplóma í fötlunarfræði árið 2014 frá Háskóla Íslands. Fyrst eftir útskrift starfaði Anna Sigrún sem félagsráðgjafi á Barna- og kvennasviði Landspítalans Háskólasjúkrahúss. Anna Sigrún hefur einnig komið að kennslu á háskólastigi bæði við Háskóla Íslands og við Háskólann á Akureyri. Hún er einnig meðlimur í Tabú, femínskri hreyfingu fyrir fatlaðar konur og kvár. Áhugasvið Önnu Sigrúnar nær til margra átta. Hún hefur mikinn áhuga á málefnum fatlaðs og langveiks ungs fólks, félagslegu réttlæti, gagnrýnu sjónarhorni og eigindlegum rannsóknum. Anna Sigrún er í sambúð með Birgi Erni Björgvinssyni og þau eiga saman soninn Jakob Örn.


You may also like the following events from Félagsvísindasvið Háskóla Íslands:

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.

Advertisement

Nearby Hotels

Aðalbygging - Hátíðasalur, Sæmundargata, Reykjavík, Iceland
Get updates and reminders
Ask AI if this event suits you

Host Details

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Are you the host? Claim Event

Advertisement
Doktorsvörn: Anna Sigrún Ingimarsdóttir, 8 December | Event in Reykjavík | AllEvents
Doktorsvörn: Anna Sigrún Ingimarsdóttir
Mon, 08 Dec, 2025 at 01:00 pm