Kæra sviðslistafólk,
við hlökkum til að sjá ykkur á Bransadegi sviðslistanna, sem fer fram föstudaginn 30. maí í forsal Borgarleikhússins. Húsið opnar kl. 9.00 með kaffisopa, formleg dagskrá hefst kl. 9:30 og lýkur með skál og léttu spjalli kl. 15:30.
Þetta er vettvangur þar sem fólk úr öllum áttum sviðslista – frá sjálfstæðu senunni til stofnana – kemur saman til að ræða áskoranir, tækifæri og framtíð greinarinnar á Íslandi.
Hvert er hlutverk sviðslista á Íslandi?
Hvað erum við að gera og hvert viljum við stefna?
Dagskrá
09:00 – Móttaka og kaffi
09:30 – Opnun
Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Sviðslistamiðstöðvar, setur daginn
09:40 – Tvö sjónarhorn: Hvar stöndum við – og hvert viljum við fara?
• Steinunn Knúts- Önnudóttir - Doktor í sviðslistum
• Eygló Höskuldsdóttir Viborg – sviðslistakona og tónskáld
10:10 – Pallborðsumræður: Framtíð sviðslista á Íslandi.
Hvaða framtíð sérðu fyrir þér og fyrir hverja?
Umsjón: Karl Ágúst Þorbergsson
Þátttakendur:
• Egill Heiðar Pálsson – leikhússtjóri Borgarleikhússins
• Lovísa Ósk Gunnarsdóttir – listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins
• Magnús Geir Þórðarson – Þjóðleikhússtjóri
• Pétur Ármannsson – listrænn stjórnandi Reykjavík Dance Festival
• Opið sæti: Umsjónaraðili getur kallað gesti úr salnum til þátttöku í samtalinu
11:30 – Spurningar og þátttaka gesta
12:00 – Hádegismatur - súpa & brauð
13:00 – Tvö sjónarhorn: Hvernig sviðslistir – og fyrir hvern?
• Rebecca Hidalgo – sviðslistakona, listrænn stjórnandi og aðgerðasinni - R.E.C Arts Reykjavik
• Arna Magnea Danks – leikkona, áhættu leikstýra og kennari
13:30 – Hringborðsumræður: Hvað geta sviðslistir gert - áhrif og möguleikar sviðslista
Umsjón: Steinunn Ketilsdóttir - danshöfundur og framkvæmdastjóri Dansverkstæðisins
15:30 – Samantekt,skál og spjall
Rödd þín skiptir máli, því framtíð sviðslista er sameiginlegt verkefni.
Skráðu þig hér:
https://forms.gle/J5cmCc9fDXwf8e7ZA
Also check out other Festivals in Reykjavík, Arts events in Reykjavík.