Dansandi kanína er skapandi dans námskeið fyrir krakka í tengslum við Sequences XII. Hugmyndin á rætur sínar í sýningu og hugmyndafræði dans verksins, Kanlínudans, eftir Leevi Mettinen og Sóleyju Ólafsdóttur.
Á námskeiðinu leiða Leevi og Sóley, sem kanínurnar Leynir og Læða, krakka í gegnum leiki og dansandi flæði í leit að hvers og eins dansandi kanínu. Kanínurnar munu ferðast í gegnum ólíkar tímalínur náttúrunnar og stikla þannig á stóru á þema hátíðarinnar, Pása/Pause. Kanínurnar munu hreyfa sig í dansi og karakter í gegnum ímynduð náttúruöfl og sjá fyrir sér kanínur sem veðrast í hugsun og hreyfingu með náttúrunni.
Leynir og Læða eru ekkert smá spennt dansa og veðrast með ykkur!
Danslistafólkið Leevi Mettinen frá Finnlandi og Sóley Ólafsdóttir frá Íslandi eru bæði útskrifuð með BA-gráðu af Samtímadansbraut frá Listaháskóla Íslands. Leevi og Sóley starfa sem sjálfstætt starfandi dansarar og danshöfundar auk þess að skapa og framleiða eigin verk. Um þessar mundir vinna þau sem flytjendur í nýju verkefni Rósu Ómarsdóttur fyrir Sequences XXI. Leevi og Sóley framleiða danssýningar fyrir börn undir nafninu Bunny Business, þar sem þau byggja á farsælli vegferð sinni með fyrsta verkinu, Kanlínudans, frá 2024. Í Bunny Business skapa þau persónur í gegnum dans og skoða margbreytilegar leiðir til að vera, hegða sér og hugsa á meðan persónurnar leita leiða til að dansa saman.
__________
Dancing Rabbit is a creative character workshop for children in the context of Sequences XII.
The concept derives from Leevi Mettinen and Sóley Ólafsdóttir’s performance concept and creation for kids, ‘Kanlínudans’.
For this workshop Leevi and Sóley, as the rabbits Leynir and Læða, will guide children, through playing and flowing, in finding their own dancing rabbit. The rabbit characters move through nature’s different time scales and play with the themes of the festival, Pása/Pause, moving in and through imagined elements of nature as well as playing at different speeds as the Rabbits erode.
Leynir and Læða can’t wait to dance and erode with you!
Dance artists, Leevi Mettinen, from Finland and Sóley Ólafsdóttir, from Iceland, both graduated from the IUA with BA in Contemporary Dance Practices. Leevi and Sóley work as freelancers, as dancers and choreographers as well as creating and producing their own works. At the moment they are working as performers for Rósa Ómarsdóttir in her creation for Sequences IXX. Leevi and Sóley create dance performances for children by the name Bunny Business, where they build on a successful trajectory from their first creation Kanlínudans, from 2024. In Bunny Business, Leevi and Sóley create characters through dance and deal with different ways of behaving, being and thinking as characters search ways to dance together.
You may also like the following events from Sequences Art Festival:
- This Friday, 10th October, 05:00 pm, Opnun: Sigurður Guðjónsson, Field / Fischersund, Decay in Reykjavík
- This Friday, 10th October, 05:00 pm, Handan Tímans / Aftertime at The Living Art Museum in Reykjavík
- This Friday, 10th October, 08:00 pm, Opening Party: Sequences XII at Bíó Paradís in Reykjavík
Also check out other
Kids events & activities in Reykjavík,
Workshops in Reykjavík,
Dance events in Reykjavík.