Við erum spennt að bjóða þér upp á 9D breathwork ferðalagið Gnægð & sjálfstraust (e. Abundance and Self trust). Markmiðið er að dýpka tengslin við okkar innra sjálf og læra að treysta bæði á eigin getu og á alheiminn.
Abundance and Self Trust:
Ertu tilbúin/n að sleppa tökum á sjálfsefa og takmarkandi hugmyndum sem hafa haldið aftur af þér?
Þetta öfluga 9D Breathwork ferðalag styður þig í að styrkja innri röddina, treysta á eigin getu og tengjast flæði alheimsins – svo þú getir skapað líf fullt af frelsi, sjálfstrausti og lífsfyllingu.
Abundance and Self trust er djúp, umbreytandi öndunarupplifun þar sem þú:
🌬️ Losar um gömul mynstur og efasemdarraddir
🎧 Tengist tíðni gnægðar með kraftmiklu hljóðferðalagi og staðhæfingum
💛 Byggir upp traust á sjálfan þig og leið þína í lífinu
Þetta er fyrir þá sem eru tilbúnir að brjóta sig í gegnum takmarkandi trú og ótta og opna fyrir nýja sýn þar sem sjálfstraust og gnægð eru ekki bara markmið, heldur nýtt vitundarástand.
Ávinningarnir sem þú getur upplifað:
✔️ Sjálfstraust & innri styrkur – Treystu röddinni þinni og krafti
✔️ Gnægðarhugsun – Slepptu tökum á skorti og stilltu þig inn á flæði velmegunar
✔️ Losun tilfinningalegra byrða – Slepptu tökum á sjálfsefa, ótta og gamlar hindranir
✔️ Skýrleiki & sköpun – Opnaðu fyrir nýja sýn á lífið og kraftinn til að skapa það sem þú þráir
✔️ Innra frelsi – Rjúfðu þyngsl fortíðarinnar og opnaðu dyr að endalausum möguleikum
“Alheimurinn er alltaf tilbúinn að gefa meira – þú þarft bara að vera tilbúin/n að taka á móti.”
Í þessu ferðalagi lærir þú að treysta bæði eigin getu og flæði alheimsins. Þú opnar fyrir nýja möguleika – án þess að þurfa að sanna þig eða keppast um pláss.
Þegar þú samþykkir að þú sért verðug/ur allra gæða lífsins, verður gnægðin (e. Abundance) hluti af lífinu þínu.
9D BreathWork er byltingarkennd öndunarmeðferð þar sem notast er við Sómatíska öndun og nútíma hjóðtækni sem hjálpar þér að ná enn dýpra inn í undirheim meðvitundarinnar.
Hún veitir þátttakendum tækifæri til að fara í gegnum djúpa sjálfskoðun, skoða ómeðvituð viðhorf og sögur sem eru að halda aftur af þeim, upplifa tilfinningalega losun og tengjast meiri þakklæti, krafti og gleði gagnvart lífinu og hefur reynst áhrifarík gegn streitu, kvíða og þunglyndi.
Þessi meðferð nær þessu fram með framúrskarandi árangri með því að hægja á bylgjulengd heilans frá tíðnini 14-30 Hz (Beta) niður í lægri tíðni (Theta) tengd djúpslökun og svefn-tíðni heilans. Þannig fá þátttakendur aðgang að undirmeðvitundinni sinni og geta byrjað að losa sig úr fjötrum áfalla, endurbyggt dýpri skilning á sjálfum sér og skapað öflugri hugmyndir og viðhorf um lífið og eigið sjálf.
Þetta er einstakt ferðalag sem sameinar huga, líkama og sál, og eitthvað sem allir sem hafa áhuga á að bæta lífsgæðin sín og byggja sig upp verða að prófa og upplifa. Því það er erfitt að lýsa þessari reynslu nema að hafa upplifað hana sjálf/ur.
Ávinningar 9D Breathwork
-Minnkar áhrif streitu: 9D Öndun hjálpar við að stjórna og minnka streitu og stuðlað að betri líðan.
-Tilfinningalosun: Þátttakendur geta losað um gamlan sársauka sem situr í líkamanum og veldur þjáningu og stöðnun á lífsorkunni.
-Líkamlegir ávinningar: Meðferðin hefur sýnt fram á góðan árangur í að létta á líkamlegum óþægindum, stuðlað að betri svefni, haft jákvæð áhrif á blóðsykurinn og kólesteról.
-Skýrari fókus: Með því að róa hugann upplifa þátttakendur oft aukinn skýrleika og einbeitingu.
-Dýpri sjálfskunnátta: Með því að kafa inn í undirmeðvitundina upplifa þátttakendur meiri skilning á sjálfinu og andlegan vöxt.
-Sterkara hugarfar: Með uppbyggjandi leiddum ferðalögum fá þátttakendur tækifæri til að kveðja gömul viðhorf og sögur sem eru að halda aftur af þeim og stíga fyllilega inn í kraftinn sinn.
Ég hlakka til að taka á móti þér og skapa öruggt rými fyrir þig að mæta með þig alla/nn.
Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram hér:
https://www.sjalfid.is/9D-breathwork
You may also like the following events from Sjálfið: