Mál og saga býður alla velkomna á Ólafsþing fyrsta vetrardag, laugardaginn 25. október nk., í fyrirlestrasal Eddu, Arngrímsgötu 5.
Ráðstefnan fer nú fram í áttunda sinn og er haldin í samstarfi við Málvísindastofnun Háskóla Íslands.
Nánar má fræðast um erindin á vef félagsins:
https://malogsaga.hi.is/
Dagskrá:
9.25–9.30 Þingið sett
9.30–10 Haukur Þorgeirsson: Formgerð, fílólógía og félagslegir þættir – þróun hins forna hljóðasambands ‘vá’
10–10.30 Jón Axel Harðarson: Um klofningu og stígandi tvíhljóð í fornnorrænu
10.30–11 Kaffihlé
11–11.30 Helgi Skúli Kjartansson: Bragreglan um „órofinn nafnlið“
11.30–12 Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík: Bragfræðileg óregla í miðaldarímum – samsláttur í braghendu og úrkasti
12–12.30 Yelena Sesselja Helgadóttir: Um tengsl þulubyggingar við umhverfi þulunnar, eða Fylgni enn óþekk(t)
12.30–13.30 Hádegishlé
13.30–14 Þorgeir Sigurðsson: Sagnaforliðurinn ‘of’ í elsta íslensku ritmáli
14–14.30 Guðvarður Már Gunnlaugsson: Eru 17 rithendur á íslensku hómilíubókinni? Eða aðeins ein?
14.30–15 Aðalsteinn Hákonarson: Textafræði örnefnaskrár
15–15.30 Kaffihlé
15.30–16 Katrín Axelsdóttir: Hugað að hælibörvum – Lítið eitt um rúnaristuna Qorlortup Itinnera 2 (GR NOR1998;10)
16–16.30 Guðrún Þórhallsdóttir: Leikur að orðsifjum – Taumhald, tamning, þamir og þumur í íslensku og færeysku
16.30–17 Jón Símon Markússon: Um útjöfnun algengra beygingarvíxla í fleirtölumyndum færeyskra karlkynsnafnorða
17.00 Ráðstefnuslit og léttar veitingar
Allir velkomnir.
You may also like the following events from Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: