Graduale Nobili heldur tónleika í Hörpuhorni í tilefni
Kvennaárs 2025. Á efnisskrá eru fjölbreytt kórverk eftir Jórunni Viðar, Mist Þorkelsdóttur, Báru Grímsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Eygló Höskuldsdóttur Viborg og fleiri. Stjórnandi
kórsins er Sunna Karen Einarsdóttir.
Tónleikarnir eru um ein klukkustund, án hlés. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
---
Kórinn Graduale Nobili er skipaður 20 meðlimum á aldrinum 18 –30 ára sem öll hafa lagt stund á tónlistarnám. Graduale Nobili hefur hlotið verðlaun í alþjóðlegum kórakeppnum víða um heim og frumflutt fjölda verka eftir bæði íslensk og erlend tónskáld.
Kórinn vakti mikla athygli þegar hann söng á plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophilia, og fylgdi henni á tónleikaferðum í tæpa tvo vetur. Árið 2014 voru jólatónleikar kórsins sýndir í sjónvarpi bæði á RÚV og víða um Evrópu, og árið 2017 söng kórinn með hljómsveitinni Fleet Foxes í Eldborg á Iceland Airwaves. Kórinn hefur einnig gefið út nokkrar plötur, m.a. In paradisum (2008) Ten Years (2010), A Ceremony Of Carols - Dancing Day (2011) og Vökuró (2022).
Graduale Nobili var stofnaður árið 2000 af Jóni Stefánssyni (1946 - 2016), fyrrum organista og kórstjóra við Langholtskirkju. Kórinn fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og hélt afmælistónleika í maí síðastliðnum þar sem kórinn frumflutti meðal annars nýtt verk eftir Eygló Höskuldsdóttur Viborg, fyrrum meðlim í kórnum.
--
Graduale Nobili will hold a concert in Hörpuhorn on the occasion of Women's Year 2025. The program includes a variety of choral works by Jórunn Viðar, Mist Þorkelsdóttir, Bára Grímsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Eygló Höskuldsdóttir Viborg and others. The choir is conducted by Sunna Karen Einarsdóttir.
The concert is about one hour long, without intermission. Admission is free and everyone is welcome.
---
The Graduale Nobili choir is made up of 20 members aged 18-30, all of whom have studied music. Graduale Nobili has won awards in international choral competitions around the world and premiered numerous works by both Icelandic and foreign composers. The choir attracted great attention when it sang on Björk Guðmundsdóttir's album, Biophilia, and accompanied her on concert tours for almost two winters. In 2014, the choir's Christmas concert was broadcast on television both on RÚV and around Europe, and in 2017, the choir sang with the band Fleet Foxes in Eldborg on Iceland Airwaves. The choir has also released several albums, including In paradisum (2008), Ten Years (2010), A Ceremony Of Carols - Dancing Day (2011) and Vökuró (2022).
Graduale Nobili was founded in 2000 by Jón Stefánsson (1946 - 2016), former organist and choirmaster at Langholtskirkja Church. The choir celebrates its 25th anniversary and held an anniversary concert in May 2025 where the choir premiered, among other things, a new work by Eygló Höskuldsdóttir Viborg, a former member of the choir.
You may also like the following events from Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús / Harpa Concert Hall and Conference Centre:
- Next Tuesday, 30th September, 08:00 pm, Upprásin | Ari Árelíus, Fríd og Kóka Kóla Polar Bear in Reykjavík
- Next Sunday, 5th October, 01:00 pm, Fjölskyldudagskrá Hörpu: Heimstónlist í Hörpu: Tónlist frá Vestur-Afríku | Music from West Africa in Reykjavík
- This November, 1st November, 02:00 pm, Fjölskyldudagskrá Hörpu: Dúlludiskó in Reykjavík
Also check out other
Music events in Reykjavík,
Entertainment events in Reykjavík,
Concerts in Reykjavík.