Þýskir Barokkmeistarar er yfirskriftin á tónleikum Kammersveitar Breiðholts á vegum 15:15 tónleikasyrpunnar sem haldnir verða laugardaginn 17. maí í Breiðholtskirkju. Á efnisskránni verða Sónata fyrir fjórar raddir eftir Johann Rosenmüller, Lútukonsert í d moll eftir Friedrich Fasch, þættir úr óratoríunni Sanctus Petrus et Sancta Maria Magdalena og Les Nations eftir Georg Philipp Telemann. Kammersveit Breiðholts er skipuð félögum sem komið hafa að tónlistaflutningi í Breiðholtskirkju, einleikari á lútu er Sergio Coto og Ásta Sigríður Arnardóttir og Bergþóra Linda Ægisdóttir flytja aríur og dúett úr oratóríu Hasse. Leikið verður á sagnréttan máta á barokkhljóðfæri.
Efnisskrá:
Þýskir barokkmeistarar
Johann Rosenmüller (1619-1684):
Sonata Ottava a 4
Grave
Allegro
Allegro
Adagio - Allegro
Adagio - Allegro
Johann Friedrich Fasch (1688-1758 Lútukonsert í D moll
Johann Adolph Hasse (1699-1783)
Þættir úr óratoríunni Sanctus Petrus et Sancta Maria Magdalena
IIntroduzione
Sie Deo dilectæ - aría fyrir alt
Jesu, mea pax, mea vita - dúett fyrir sópran og alt
Semper fida, o mea pupilla - aría fyrir sópran
Georg Philipp Telemann (1681-1767)
Overture des nations anciens et modernes
Overture
Menuet 1
Menuet 2
Les Allemands anciens
Les Allemands modernes (tres viste)
Les Suedois anciens
Les Suedois modernes (viste)
Les Danois anciens
Les Danois modernes (viste)
Les vielles femmes (viste)
Flytjendur:
Ásta Sigríður Arnardóttir söngkona
Bergþóra Linda Ægisdóttir söngkona
Ka:mmersveit Breiðholts:
Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari
Stijn Brinkman fiðluleikari
Martin Frewer víóluleikari
Sigurður Halldórsson sellóleikari
Dean Ferrell bassaleikari
Sergio Coto lútuleikari
Sólveig Thoroddsen hörpuleikari
Örn Magnússon orgelleikari
Miðasala við innganginn og á tix
Miðaverð kr. 3000, kr. 2500 fyrir eldriborgara, öryrkja og námsmenn.