Skráning stendur yfir í Trékyllisheiðin Trail Run sem fer fram í fimma skiptið laugardaginn 16. ágúst 2025. Boðið verður upp á fjórar vegalengdir, rétt eins og á síðasta ári 🏃🏼🏃🏽♀️🏃🏻♂️ Öll hlaupin eru viðurkennd af ITRA og eru hluti af Landskeppni ITRA á Íslandi 🏅
Vegalengdir:
Trékyllisheiðin Ultra 🏔️ 48 km
Trékyllisheiðin Midi 🏔️ 25,7 km
Trékylllisheiðin Mini 🏔️ 16,5 km
Trékyllisheiðin Junior 🏔️ 3,7 km
Hlaupin hefjast á Ströndum og enda öll við skíðaskála Skíðafélags Strandamanna á Brandsholti í Selárdal, nokkrum kílómetrum norðan við Hólmavík. Í markinu er boðið upp á kökur og kjötsúpu 😋