🍷🥂 Vínkvöld á Te & kaffi í Garðabæ með Kampavínsfjelaginu
Í september býður Kampavínsfjelagið í samstarfi með Te & Kaffi upp á tvö glæsileg vínkvöld í Garðabæ þar sem gestir fá að njóta bæði léttvína og kampavína í notalegu andrúmslofti. Þetta er kjörið tækifæri til að hittast með vinum, smakka vönduð vín og eiga skemmtilega kvöldstund.
Vínkynning – Léttvín
📅 Fimmtudagur 4. september kl. 19:00
Við byrjum á freyðivíni og færum okkur svo í þrjár spennandi léttvínstegundir:
* Loimer Extra brut
* Koehler-Ruprecht Riesling Kabinett
* Elio Grasso Langhe Nebbiolo
* Elio Grasso Barolo Gavarini Chiniera
Verð: 3.900 kr.
Kampavínssmakk
📅 Fimmtudagur 18. september kl. 19:00
Við kynnum fjórar glæsilegar tegundir af kampavíni:
* Philipponnat Brut
* Philipponnat Rosé
* Pierre Gimonnet Cuis 1er cru Blanc de blancs
* Philipponnat Blanc de noir 2018
Verð: 5.900 kr.