Hvernig opnum við gluggann að íslensku samfélagi og um leið að heiminum sem umkringir okkur, gegnum reynsluheim og tungumál barna og ungs fólks?
Í tengslum við MEMM verkefnið býður Miðstöð menntunar og skólaþjónustu upp á námskeið á Teams um Menningarmót og fjölbreytt tungumál í grunnskólum. Skráning hér:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSd8UbfFnEQRAE97Am55DgEsBhZ0z-O1Dqgcb52ZOARZb1q2sw/viewform
Umsjón: Kristín R. Vilhjálmsdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og hugmyndasmiður verkefnisins Menningarmót í samvinnu við Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu.
Áhersla er lögð á það sem sameinar okkur, viðurkenningu á fjölbreytileikanum sem ríkir í samfélaginu og skapandi tjáningu. Þetta námskeið er fyrir starfsfólk í grunnskólum.
Skólar og sveitarfélög geta einnig skipulagt sérsniðin stað- eða fjarnámskeið skólaárið 2025 og á vorönn 2026 í samráði við Kristínu R. Vilhjálmsdóttur með því að senda tölvupóst á
a3Jpc3RpbnZpbCB8IGdtYWlsICEgY29t.
Sjá nánar:
https://island.is/s/midstod-menntunar-og-skolathjonustu/frett/namskeid-um-menningarmot-og-fjoelbreytt-tungumal-i-skola-og-fristundastarfi
Efni sem er m.a komið inn á:
-Menningarhugtakið og það að stuðla að menningarhæfni meðal barna og ungmenna.
-Tungumálavitund allra barna (það einstaka við tungumál og það sem er sameiginlegt, tungumál sem auðlind).
Hagnýtar leiðir sem eru meðal annars kynntar:
-Menningarmót - skapandi ferli til að virkja reynsluheima barna, stuðla að gagnvirkum skilningi og samkennd (við munum vera með míní útgáfu á Menningarmóti)
-”Töfrakista tungumálanna” - nýtt kennsluefni frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu um að stuðla að áhuga, forvitni og aukinni tungumálavitund meðal allra barna
-Vinna með skapandi sjálfsmyndir.