KENNARANÁMSKEIÐ 11.-12. OKTÓBER!
BANDVEFSNUDD OG HREYFIFÆRNI KENNARANÁMSKEIÐ, tveir námskeiðsdagar sem innihalda anatómíu, einstaka fræðslu um vefjakerfi líkamans og boltanudd.
Námskeiðið mun dýpka til muna þína kunnáttu um bandvefinn, hans mikilvæga hlutverk og hvernig við notum nuddbolta til að losa um spennu í bandvef, auka vökvaflæði, teygjanleika og taugavirkni!
Laugardag 10. OKTÓBER 9:00 – 17:00
Sunnudag 11. OKTÓBER 9:00 – 17:00
Þessi helgi verður bæði fræðandi og skemmtileg . Förum bæði í bóklega og verklegar lotur, vinnum saman í hóp og skemmtum okkur að fræðast um ótrúlega fyrirbærið bandvefinn eða vefjakerfi líkamans. Förum einnig í tenginguna við taugakerfið og öndun.
Samsetningin bandvefsnudd, hreyfiflæði og djúpteygjur minnkar verki, bætir líkamsstöðu, eykur frammistöðu og hjálpar okkur að lifa betur í eigin líkama!
EFTIR NÁMSKEIÐIÐ:
-Fá nemendur skírteini fyrir báða dagana sem staðfestir að hann hafi lært og ástundað það sem felst í náminu frá Happy Hips® og Tune Up® Fitness.
-Til að öðlast alþjóðleg kennararéttindi sem Roll Model Method® Practitioner þarf að klára próf hjá Tune Up® Fitness.
INNIFALIÐ Í VERÐI:
-Allir Roll Model® Therapy Boltarnir (1 par af original Yoga Tune Up® Balls, par af Plús boltum, 1 ALPHA bolta og 1 Coregeous®/Blöðrubolta)
-Aðgangur að kennslumyndböndum frá Happy Hips sem hjálpar hverjum og einum að byrja sína kennslu eða sjálfsrækt!
Verð: 79.000kr
Hvar: Kirkjulundi 19, Garðabær. G Fit.
Skráning:
https://happyhips.is/rmm-kennararettindi/
Also check out other Health & Wellness events in Kopavogur.