Hádegisjazz FÍH með haustlegu þema, 25 September | Event in Kopavogur | AllEvents

Hádegisjazz FÍH með haustlegu þema

Bókasafn Kópavogs

Highlights

Thu, 25 Sep, 2025 at 12:15 pm

0.5 hours

Bókasafn Kópavogs

Advertisement

Date & Location

Thu, 25 Sep, 2025 at 12:15 pm to 12:45 pm (GMT)

Bókasafn Kópavogs

Hamraborg 6A, 200 Kópavogsbær, Ísland, Kopavogur, Iceland

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

Hádegisjazz FÍH með haustlegu þema
Þriðja árið í röð bjóða framhaldsnemendur af söngdeild Tónlistarskóla FÍH til ljúfra hádegistónleika á Bókasafni Kópavogs. Tónleikarnir fara fram síðasta fimmtudag hvers mánaðar en þar stíga tónlistarstjörnur framtíðarinnar á stokk með spennandi blöndu af gömlu og nýju, lög sem öll þekkja í bland við sjaldheyrðari smelli.

Flytjendur eru Agnes Sólmundsdóttir, Brynjólfur Skúlason og Guðrún Gígja.

Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.



Agnes Sólmundsdóttir er söngkona og lagahöfundur frá Þingeyri í Dýrafirði. Þar hóf hún snemma tónlistarnám á fiðlu og píanó. Hún hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarverkefnum í gegnum tíðina. Hún söng og spilaði á fiðlu með hljómsveitinni WAYWARD sem vann til verðlauna í Músíktilraunum árið 2017, var meðlimur Gospelkórs Jóns Vídalíns í 7 ár en síðustu ár hefur hún mikið starfað sem bakraddasöngkona t.a.m í þáttröðunum Kvöldstund með Eyþóri Inga á Stöð 2, Tribute tónleikum RIGG viðburða „George Michael Sextugur“, stórafmælistónleikum Herberts Guðmundssonar ofl. Agnes hóf nám í rytmískum söng við Tónlistarskóla FÍH árið 2022 og þar heillaðist hún mikið af djasstónlist. Hún lauk miðprófi haustið 2024 og er nú á framhaldsstigi.

‐———-

Brynjólfur Skúlason er söngvari frá Akureyri. Brynjólfur byrjaði ungur í píanó- og þverflautunámi en færði sig á unglingsaldri í söngnám. Eftir að hafa tekið pásu vegna háskólanáms hóf hann aftur söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri. Þar lauk hann miðprófi í rytmískum söng vorið 2024 og leggur nú stund á framhaldsnám í söng við Tónlistarskóla FÍH. Brynjólfur hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarverkefnum t.a.m. Upptaktinum í Hofi, FUSED á Græna Hattinum og fjölmörgum fleiri tónleikum og leiksýningum á Akureyri.

——–

Guðrún Gígja er fjöllistamaður frá Reykjavík sem hefur verið að syngja og teikna í mörg ár. Hún hefur stundað nám í rytmískum söng við Tónlistarskóla FÍH í tvö ár og stefnir á að taka miðprófið í söng í vor. Hún syngur og semur í rokk hljómsveitinni Kyrsu sem tók þátt í Músíktilraunum þetta sumar og hefur verið að spila á fullu síðan þá, og stefna á að gefa út EP plötu 30. október.


You may also like the following events from Bókasafn Kópavogs:

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.

Advertisement

Nearby Hotels

Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6A, 200 Kópavogsbær, Ísland, Kopavogur, Iceland
Get updates and reminders

Host Details

Bókasafn Kópavogs

Bókasafn Kópavogs

Are you the host? Claim Event

Advertisement
Hádegisjazz FÍH með haustlegu þema, 25 September | Event in Kopavogur | AllEvents
Hádegisjazz FÍH með haustlegu þema
Thu, 25 Sep, 2025 at 12:15 pm