Fjölskyldudagskrá og kvöldtónleikar á 17. júní í Garðabæ.
13:00
Skrúðganga frá Hofsstaðatúni.
Skátafélagið Vífill og Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar leiða göngu frá Hofsstaðatúni á Garðatorg.
13:30 – 15:45
Hátíðleg og hefðbundin stemning á Garðatorgi.
Blásarasveit leikur, fjallkona les ljóð og forseti bæjarstjórnar ávarpar hátíðargesti.
Dagskrá fyrir þau yngstu sem Eva Ruza og Hjálmar kynna.
Bestu lög barnanna, Latibær, Aron Can, Prettiboitjokko, Elsa úr Frost og Brekkusöngur.
13:30-16:00
Hoppukastalar og kandífloss.
Bílastæði Garðatorgs breytt í svæði fyrir fjör. Skátafélagið Vífill hefur umsjón með hoppukastölum, poppi og kandíflossi.
13:30 – 16:00
Kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar í Sveinatungu.
Heitir réttir, marengstertur og pönnsur að hætti kvenfélagskvenna.
14:00 – 16:00
Fánasmiðja og andlitsmálun á Garðatorgi 7
Föndursmiðja við bókasafnið og andlitsmálun á rampinum.
13:30-16:00
Krakka-karaókí á Bókasafninu
Syngjum uppáhalds lögin okkar í Svítu bókasafnsins.
Og líka:
10:00-14:00
Sund á Álftanesi
Buslið eða slakið á í Álftaneslaug.
12:00 – 17:00
Hönnunarsafn Íslands
Verið velkomin að skoða sýninguna Hönnunarsafnið sem heimili og Barbie fer á Hönnunarsafnið. Einnig hægt að slaka á og leika sér í Smiðjunni.
Minjagarðurinn á Hofsstöðum og Aftur til Hofsstaða.
Skyggnist inn í fortíðina í Minjagarðinum við Kirkjulund og á margmiðlunarsýningunni á Garðatorgi 7.
Kvöldtónleikar í Tónlistarskóla Garðabæjar, aðgangur ókeypis.
20:00
Sigríður Thorlacius og félagar.
Ljúflingstónlist og góð stemning á ókeypis tónleikum þar sem fram koma:
Sigríður Thorlacius söngur
Jóel Pálsson saxófónn
Gunnar Gunnarsson píanó
Birgir Steinn Theodórsson bassi
Also check out other Music events in Kopavogur, Entertainment events in Kopavogur.