Falleg og svipmikil ganga um helstu tinda Kerlingarfjall þar sem við bröltum upp og niður ólík fjöll og endum á brattasta fjallinu, Loðmundi sem hægt er að bíða af sér eða láta vaða á brattann í klöngri.
*Jepplingafært er upp í Kerlingarfjöll.
*Þessi ferð verður eingöngu farin í góðri veðurspá (milt, þurrt og bjart veður).
*Sjá nánar um Kerlingarfjöll: Kerlingarfjöll - NAT ferðavísir
*Mynd ferðar er fengin að láni frá vefsíðu heimamanna sem reka gistinguna í Kerlingarfjöllum og hafa endurnýjað og byggt upp svæðið af miklum metnaði síðustu ár: Day-trip | Kerlingarfjöll
Verð:
Kr. 7.000 kr. fyrir klúbbmeðlimi
Kr. 9.800 kr. fyrir gesti sem vilja prófa göngu með klúbbnum.
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti:
Örn í síma: 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is eða baraket(hjá)simnet.is.
Mjög mikilvægt er að skrifa í skýringu hvaða ferð er verið að greiða, nóg að setja nokkra stafi í nafni fjallsins svo skiljist.
Skráning og skilmálar:
Skráning eingöngu gild með greiðslu. Þeir sem eiga inneign meldi það inn eða sendið okkur skilaboð / póst.
Athugið að við viljum helst alltaf endurgreiða við afboðun þó það sé með stuttum fyrirvara, en þó er ferð ekki endurgreidd við afboðun ef uppselt er í ferðina og fólki var vísað frá sem vildi skrá sig eða ef fáir voru skráðir og ferð hefði verið aflýst vegna ónógrar þátttöku. Að sjálfsögðu fá allir endurgreitt ef ferð er aflýst af einhverjum orsökum.
Allar upplýsingar um ferðina á viðburði á vefsíðu okkar hér:
https://www.fjallgongur.is/event-details/kerlingarfjoll-a-fannborg-snaekoll-snot-og-lodmund-i-aegifogrum-fjallasal-uppi-a-kili
You may also like the following events from Fjallgöngur.is & Toppfarar.is: