🎨 Listaverkasýningar í Vatnsneshúsi – Ljósanótt 2025 ✨
Í tilefni af Ljósanæturdagskrá Hótel Keflavík verða haldnar fjölbreyttar og spennandi listasýningar í Vatnsneshúsinu, Vatnsnesvegi 8 í Keflavík.
Komdu og njóttu listrænnar stemningar þar sem sýnd verða verk sem fanga bæði litadýrð, tjáningu og persónulega texta.
Frítt inn – allir velkomnir!
OPNUNARTÍMAR
Fimmtudagur 4. september kl. 17:00–21:00
Föstudagur 5. september kl. 14:00–18:00
Laugardagur 6. september kl. 14:00–18:00
Sunnudagur 7. september kl. 14:00–18:00
LISTAMENN OG SÝNINGAR
Agnes Ynja Magnúsdóttir
Þessi unga efnilega listakona er 14 ára og elskar að mála – sérstaklega andlit með akríl, olíu og vatnslitum. Hún prjónar, heklar og mótar einnig úr leir. Þetta er hennar önnur listasýning á Ljósanótt og hana dreymir um að stunda listnám bæði á Íslandi og erlendis.
ÓVart - Valbjörg Ómarsdóttir
Valbjörg er listamaður sem heillast af andlitum og líkama og skapar litríka, tjáningarríka list. Á sýningunni hennar má sjá verk sem einkennast af litadýrð og andlitum sem fanga augað.
TEXTAVERK – Örsýning Siggu Kjerúlf.
Sigga Kjerúlf sýnir verk sín undir listheiti TEXTAVERK. Á sýningunni verða bæði textaverk og blekverk, þar sem hver texti er persónulegur og skapaður eftir óskum hvers og eins.
Verið hjartanlega velkomin á Vatnsnes✨
You may also like the following events from Hotel Keflavik - Hótel Keflavík: