Viltu bæta samskiptin við hundinn þinn og ná betri stjórn í daglegu lífi?
Rúnar Örn Strickstrok Friðriksson, menntaður hundaþjálfari og Master Dog Trainer frá Tom Rose School for Dog Training, býður nú upp á fjögurra tíma hundahlýðninámskeið á gamla túninu við Grófina.
Rúnar hefur áralanga reynslu og hefur þjálfað hundruð hunda í Bandaríkjunum, Bahrain og á Íslandi. Hann hefur einnig unnið með mörgum heimsklassa hundaþjálfurum og er þekktur fyrir fagmennsku og góða nálgun við bæði hunda og eigendur þeirra.
Námskeiðið
Námskeiðið hefst laugardaginn 9. ágúst kl. 9:00 og stendur yfir fjóra laugardaga í röð.
1. tími – 9. ágúst: Lausataumsganga
2. tími – 16. ágúst: Endurskoðun á lausataumsgöngu og kynning á stöðum
3. tími – 23. ágúst: Stöður og fleiri æfingar (ef tími gefst)
4. tími – 30. ágúst: Allt sett saman og fínpússun
Verð
10.000 kr. fyrir hvern tíma
35.000 kr. ef greitt er allt í einu í upphafi
Also check out other Workshops in Keflavik.