✨ Aðventuljósagangan markar opnunarkvöld Aðventugarðsins og tendrun ljósanna á jólatrénu í garðinum ✨
Komið með í skemmtilega Aðventuljósagöngu og hjálpið til við að lýsa upp miðbæ Reykjanesbæjar á aðventunni!
Gangan er haldin í samstarfi við lýðheilsuráð Reykjanesbæjar.
Við hittumst í Aðventugarðinum kl. 16:45, þar sem hægt verður að fá ljósabönd á meðan birgðir endast – en við hvetjum alla til að taka sína eigin ljósgjafa með: luktir, vasaljós, ljósaseríur eða eitthvað jólalegt og skapandi 🕯️
Gangan hefst kl. 17:00 og verður leidd af jólasveini um miðbæinn, þar sem má búast við óvæntum uppákomum á leiðinni. Göngunni lýkur í Aðventugarðinum þar sem ljósin verða tendruð á jólatrénu kl. 18:00 og öllum boðið upp á heitt kakó og piparkökur.
Sölukofarnir verða opnir til kl. 21:00 með spennandi varningi og Aðventusvellið opið frá kl. 17–21, undir nýju tindrandi ljósaþaki og jólatónlist ❤️
🎄 Kósýkvöld Betri bæjar 🎄
Samhliða stendur Betri bær fyrir kósýkvöldi í miðbænum með frábærum tilboðum í verslunum og á veitingastöðum.
Verslanir verða opnar til kl. 22:00 – fullkomið tækifæri til að gera jólainnkaupin í heimabyggð og gera vel við sig í notalegu andrúmslofti.
🎁 Happdrætti Betri bæjar á Kósýkvöldi
Þeir sem versla hjá fyrirtækjum Betri bæjar þennan dag geta tekið þátt í happdrætti:
– Skrifaðu nafn og símanúmer á miða og settu í pott.
– Dregið verður 6. desember.
– Í vinning eru 8 gjafakort, hvert að verðmæti 20.000 kr.
You may also like the following events from Reykjanesbær: