Akstur fornbíla og annarra glæsivagna verður á sínum stað á Ljósanótt 2025, laugardaginn 6. september.
Bifreiðar safnast saman á plani N-1 og Pósthússins við Hafnargötu 86-89 kl. 14:00.
Bifreiðar aka af stað kl.15:00 út á Hafnargötu og niður að sýningarsvæði í Gróf.
Allt að 100 bifreiðar aki niður Hafnargötu, aðrir aki aðra leið þ.e.a.s. út af N-1 plani að Þjóðbraut, Hringbraut, Hólmbergsbraut, Helguvíkurveg og þaðan inn í Gróf.
Upplýsingar til ökumanna:
Bifreiðar þurfa að vera skoðaðar og uppfylla reglur um gerð og búnað ökutækja.
Bifreiðar þurfa að hafa gott útlit og vera vel sýningarhæfar.
Ökumenn skulu fylgja almennum umferðarreglum, nema er varðar hámarkshraða,
ekið skal á litlum hraða og gæta þess að hafa gott og jafnt bil á milli ökutækja.
Tilmæli til ökumanna: að ekið verði með fullri aðgát og tillit tekið til áhorfenda.
Brot á reglum þessum getur leitt til útilokunar á akstri á Ljósanæturhátíð í framtíðinni.
Kæru félagar gerum þetta vel og höfum gaman!