Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 18 bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin á opnun einkasýninga myndlistarmannanna Unu Bjargar Magnúsdóttur og Eggerts Péturssonar en Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, mun opna sýningarnar.
Una Björg Magnúsdóttir: Fylling
Sýningarrými Hafnarborgar eru byggð utan um reisulegt hús frá 1921, sem áður hýsti heimili og apótek. Aðalsalur safnsins ber þess merki þar sem bogadregin framhlið eldra hússins er áberandi kennileiti salarins. Eitt af aðalverkum sýningarinnar leikur sama leik – lágreist skilrúm teygir sig um rýmið, mótar sig eftir salnum en stikar þó nýtt rými innan þess – tómarými, nýtt svið, mögulegan leikvang. Önnur verk eru unnin sérstaklega fyrir sýninguna, skúlptúrar, myndverk og pappírsverk, sem búa til fínlega frásögn sem reiðir sig á eiginleika rýmisins, efni þess og birtu, möguleika og takmarkanir. Þá tvinna þau saman tímalínur byggingarinnar, sögulegar og skáldaðar, og velta upp tengslum fyrirmynda og eftirmynda.
Sýningarstjóri er Þórdís Jóhannesdóttir.
Una Björg Magnúsdóttir (f. 1990) beitir ýmsum aðferðum í verkum sínum til að velta upp spurningum um fegurð, gildi, tilvist og hegðun. Hún notar áferð og gildishlaðin efni á slunginn en sparlegan hátt, þar sem nákvæmar uppstillingar og fábrotnir munir skapa ákveðið sýndaryfirborð sem hreyfir við hefðbundnum hugmyndum um merkingu og skynjun. Una Björg nam við Listaháskóla Íslands og ÉCAL í Sviss þaðan sem hún útskrifaðist árið 2018. Hún býr og starfar í Reykjavík og hefur sýnt víða, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Listasafni ASÍ, Gerðarsafni og Künstlerhaus Bethanien í Berlín. Hún var tilnefnd sem Myndlistarmaður ársins á Íslensku myndlistarverðlaununum 2025 og hlaut Guðmunduverðlaunin árið 2024.
Eggert Pétursson: Roði
Eggert Pétursson hefur um árabil vakið athygli fyrir einstakan og ástríðufullan áhuga á íslenskri náttúru og þá sérstaklega flóru landsins. Í Sverrissal Hafnarborgar sýnir hann ný verk, þar á meðal málverk unnin sérstaklega fyrir sýninguna, þar sem hann heldur áfram rannsókn sinni á íslenskri náttúru en beinir sjónum sínum nú upp á við – að fjallagróðri og opnum himni. Smæstu jurtir verða að stórbrotnu landslagi þar sem gróður og yfirborð jarðar breytast í fínstillta myndbyggingu sem endurspeglar tíma, birtu og breytileika. Einnig er sýnd sería nýrra grafíkverka, unnin í tengslum við væntanlega þýðingu á Paradís úr Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante, þar sem andlegur og táknrænn heimur kallast á við jarðbundna sýn listamannsins.
Sýningarstjóri er Aldís Arnardóttir.
Eggert Pétursson (f. 1956) býr og starfar í Reykjavík. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Jan van Eyck Academie í Maastricht. Verk hans hafa meðal annars verið sýnd í Nýlistasafninu, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg, Nordatlantensbrygge í Kaupmannahöfn og Pori Art Museum í Finnlandi. Jafnframt má nefna að Eggert hlaut önnur verðlaun Carnegie Art Award 2006 (Osló, Stokkhólmur, Helsinki, Reykjavík, Kaupmannahöfn og Nice). Þá myndskreytti Eggert vinsæla útgáfu af Íslenskri flóru eftir Ágúst H. Bjarnason sem kom fyrst út árið 1983. Eggert starfar með i8 gallerí í Reykjavík þar sem hann hefur oftsinnis sýnt. Ýmsar bækur tileinkaðar verkum hans hafa einnig verið gefnar út.
Aðgangur ókeypis – sjáumst í Hafnarborg.
---
Opening – Una Björg Magnúsdóttir and Eggert Pétursson.
Thursday November 20th at 6 p.m., we invite you to the opening of new solo exhibitions by Una Björg Magnúsdóttir and Eggert Pétursson at Hafnarborg. The exhibitions will be opened by Valdimar Víðisson, Mayor of Hafnarfjörður.
Una Björg Magnúsdóttir: Fill & spill
The exhibition spaces of Hafnarborg are built around a stately house from 1921, originally a home and pharmacy. The museum’s main gallery still bears traces of this history, as the curved outer wall of the old building remains a distinctive feature of the space. One of the exhibition’s central works plays on this architectural dialogue – a low partition stretches across the room, tracing its contours while defining a new interior within it – a void, a stage, a potential arena. Other works, including sculptures, images and works on paper created especially for the exhibition, form a subtle narrative that draws on the space’s inherent qualities, its materiality and light, its possibilities and limitations. The works weave together the building’s historical and imagined timelines, exploring relationships between originals and copies, doubles and reflections.
Curated by Þórdís Jóhannesdóttir.
Una Björg Magnúsdóttir (b. 1990) employs diverse methods in her work to pose questions about beauty, value, existence and behaviour. She uses texture and value-laden materials with subtlety and restraint, where precise arrangements of simple objects create a surface of illusion that challenges conventional notions of meaning and perception. Una Björg studied fine art at the Iceland University of the Arts and completed postgraduate studies at ÉCAL in Switzerland, graduating in 2018. She lives and works in Reykjavík, and her works have been shown at the Reykjavík Art Museum, ASÍ Art Museum, Gerðarsafn, Y Gallery, Ásmundarsalur, KEIV in Athens and Künstlerhaus Bethanien in Berlin. She was nominated as Artist of the Year at the Icelandic Art Prize 2025 and received the Guðmunda Award in 2024.
Eggert Pétursson: Redden
Eggert Pétursson has long been recognised for his singular and passionate engagement with Icelandic nature, particularly the country’s flora. In the lower gallery of Hafnarborg, he presents new works, including paintings made especially for this exhibition, continuing his exploration of Icelandic nature – this time turning his gaze slightly upward, toward the mountain slopes and open sky. The smallest plants become part of a vast landscape, where vegetation and the surface of the earth are transformed into finely tuned compositions that reflect time, light and the shifting character of the land. The exhibition also includes a series of new prints made in connection with a forthcoming Icelandic translation of Paradise from Dante’s The Divine Comedy, where the spiritual and symbolic world resonates with the artist’s grounded vision.
Curated by Aldís Arnardóttir.
Eggert Pétursson (b. 1956) lives and works in Reykjavík. He studied at the Icelandic College of Art and Crafts and the Jan van Eyck Academie in Maastricht. His works have been exhibited at The Living Art Museum, Reykjavík Art Museum, Hafnarborg, Nordatlantens Brygge in Copenhagen and Pori Art Museum in Finland. In 2006, he received second prize in the Carnegie Art Award (Oslo, Stockholm, Helsinki, Reykjavík, Copenhagen and Nice). He also illustrated the popular edition of Icelandic Flora by Ágúst H. Bjarnason, first published in 1983. Eggert is represented by i8 Gallery in Reykjavík, where he has exhibited frequently, and several books have been dedicated to his work.
Free entry – see you at Hafnarborg.
Also check out other Arts events in Hafnarfjörður, Exhibitions in Hafnarfjörður, Fine Arts events in Hafnarfjörður.