Ölhúsið í samstarfi við Budweiser Budvar kynnir:
JólaBlús í Ölhúsinu, fimmtudaginn 11. desember.
Fimmtudaginn 11. desember ætlum við að vera blúsmegin í lífinu og við bjóðum upp á sannkallað stórskotalið
tónlistarmanna.
Hljómsveitin Refill er skipuð landsliði tónlistarmanna úr efstu hillu sem ætla að koma okkur í Blús-gírinn.
Ásamt þeim koma fram með þeim stórsöngvararnir Biggi Haralds og Sigga Guðna sem getið hafa sér gott orð m.a.
með Gildrunni og Jet Black Joe.
Hljómsveitina Refil skipa:
Sigfús Óttarsson á trommur
Bjarni Sveinbjörnsson á bassa
Sigurður Sigurðsson söngur & munnharpa
Birgir Þórisson á hljómborð/orgel
Sigurgeir Sigmundsson á gítar -
Við hefjum kvöldið með strákunum í hljómsveitinni Barlóm sem getið hafa sér gott orð undanfarið fyrir kraftmikla blústóna og slógu aldeilis í gegn hjá okkur í fyrra.
Milli atriða ætlar stórvinur okkar Ingvar Valgeirsson að henda í lauflétta tónlistargetraun í anda PubQuiz, svo af nægu verður að taka.
Dagskráin hefst klukkan 20.00.
Aðgangur er ókeypis, en tekið er við frjálsum framlögum, sem renna til Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar.
You may also like the following events from Ölhúsið Hafnarfirði: