Verið velkomin á opnun sýningarinnar Vatnið sefur aldrei / Water Never Sleeps laugardaginn 16.ágúst kl 16:00 // Welcome to the opening of Water Never Sleeps
Á samsýningunni Vatn sefur aldrei eru eiginleikar vatns til umbreytingar kannaðir og áhersla lögð á samtal listafólks um vísindaleg og umhverfisfræðileg málefni, ásamt hugtakslegri, persónulegri og ljóðrænni tjáningu. Vatn, í eirðarleysi sínu, “sefur aldrei”, og það vísar ekki einungis til breytilegs eðlis vatns, efnis sem er á stöðugri hreyfingu, heldur einnig til tilgátu um fjórða stig vatns sem hlaðið er geislunarorku. Þetta nýja form verður að myndlíkingu fyrir það hvernig listin birtist oft með óvæntum frávikum og fyrirbærum sem vekja spurningar og víkka sjóndeildarhringinn.
Með því að kynna fyrir okkur ólík sjónarhorn fléttar sýningin saman hugleiðingar og vangaveltur um hvernig vatnið mótar bæði okkur sjálf og heiminn í kringum okkur. Hún leiðir okkur inn í breytilegt eðli vatnsins, Vatn sefur aldrei íhugar samofin ferli og sveiflukennt samspil í bæði raunverulegum og ímynduðum heimum. Á þessum flæðandi augnablikum og í gegnum ólínulegar frásagnir breytir vatnið um form og snertir okkur, fer yfir mörk, tíma og skynjun.
Þátttakendur eru: Silvia Bächli, Margrét H. Blöndal, Gitte Broeng og Lasse Krog Møller, Nanna Debois Buhl, Dev Dhunsi, Eygló Harðardóttir, Ráðhildur Ingadóttir, Karin Sander og Jasper Sebastian Stürup.
Sýningarstjóri: Savannah Gorton
(EN)
The group exhibition Water Never Sleeps explores transformational aspects of water, highlighting artists’ dialogues that consider scientific and environmental issues, along with conceptual, personal, and poetic expressions. Water, in its restlessness, “never sleeps”, referring not only to the changing nature of water––a substance in continual flux––but to a new theoretical fourth phase of water charged with radiant energy, as a trope for how art itself often manifests to reveal unexpected anomalies and phenomena that raise questions and expand possibilities.
Presenting a range of diverse perspectives, the exhibition further brings together reflections and ruminations on water’s role in shaping aspects of ourselves and the world around us. Opening up water’s own inherent mutability, Water Never Sleeps contemplates the intertwined processes and fluctuating interactions that occur in real and imagined realms. Within these fluid moments and non-linear narratives, water shifts form and affects us, transcending boundaries, time, and perception.
Participating artists: Silvia Bächli, Margrét H. Blöndal, Gitte Broeng and Lasse Krog Møller, Nanna Debois Buhl, Dev Dhunsi, Eygló Harðardóttir, Ráðhildur Ingadóttir, Karin Sander, Jasper Sebastian Stürup.
Curator: Savannah Gorton
Also check out other Exhibitions in Egilsstadir, Arts events in Egilsstadir.