Helgina 8. ágúst - 10.ágúst munu Steinunn Knúts Önnudóttir sviðshöfundur og Nína Magnúsdóttir myndlistakona bjóða gestum í performatífa pílagrímsferðir um Hallormstaðarskóg. Í anda pílagrímsferða ganga þátttakendur til móts við sjálf sig en í gegnum sviðssettar hugleiðingar, athuganir og önnur létt verkefni er sjónum beint að tengslum manns við umhverfi sitt.
Leiðin er hluti af stærra verkefni sem Steinunn leiðir undir hatti Fagurferða sem er nýtt andlegt ferðafélag sem býður upp á performatífar upplifanir sem eru í senn fagurfræðilegar, hugvekjandi og þerapískar, undir formerkjum lista, náttúru og heimspeki.
Pílagrímsgöngurnar taka útgangspunkt í tilvistarlegum tengslum manns við umhverfi sitt og hugmyndum um sjálfbærni. Sérstakt leiðarljós göngunnar í Hallormstað er hvíld og verður skógarbað/"shinrin yoku" hluti af ferðalaginu.
STAÐUR OG STUND:
Þátttaka er ókeypis. Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina.
Föstudagurinn 8.ágúst kl.19:30
Sunnudagurinn 10.ágúst kl.14:00
Ferðin tekur um þrjár klukkustundir og er gengið umþb. 6 km leið á skógarstígum.
SKRÁNING
Skráning í ferðina fer fram með tölvupósti á
ZmFsbGVndCB8IGZhbGxlZ3QgISBjb20=. Tilgreinið dagsetningu og fjölda þátttakenda.
Meiri upplýsingar um verkefni Fagurferða á
https://fallegt.com.