Tónlistahópurinn Mela frumflytur verk eftir tónskáldið Ingibjörgu Ýr.
Flytjendur eru:
Berta Dröfn Ómarsdóttir, sópran
Hildur Þórðardóttir, þverflauta
Sóley Þrastardóttir, þverflauta
Kerekesné Mészöly Virág, óbó
Ármann Helgason, klarinetta
Svanur Vilbergsson, gítar
Mela er félag listafólks frá Austurlandi. Í stjórninni sitja Berta Dröfn Ómarsdóttir, Svanur Vilbergsson og Sóley Þrastardóttir. Tilgangur félagsins er að efla starfsvettvang fyrir fagmenntað listafólk á Austurlandi og að styrkja tengslanet milli ólíkra listamanna að austan.
Félagið hefur staðið að fjórum tónleikum og sett upp eina óperu.
Miðaverð er 3.000 kr og miðasala er við innganginn.