Kerfi Opnun verk eftir Gunnhildi Þórðardóttur í Jónshúsi, 9 August | Event in Copenhagen  | AllEvents

Kerfi Opnun verk eftir Gunnhildi Þórðardóttur í Jónshúsi

Highlights

Sat, 09 Aug, 2025 at 03:00 pm

Jónshús

Advertisement

Date & Location

Sat, 09 Aug, 2025 at 03:00 pm (CEST)

Jónshús

Øster Voldgade 12, 1350 København K, Danmark, Copenhagen , Denmark

Save location for easier access

Only get lost while having fun, not on the road!

About the event

Kerfi Opnun verk eftir Gunnhildi Þórðardóttur í Jónshúsi
Sýningin Kerfi með listaverkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur mun opna í Jónshúsi í Kaupmannahöfn laugardag 9. áúst kl. 15. Gunnhildur Þórðardóttir er myndlistarmaður, skáld og kennari og hefur áður haldið einkasýningu í Jónshúsi eða fyrir rúmlega tuttugur árum síðan. Listaverk Gunnhildar fjalla oft um heimspekileg fyrirbæri en í listaverkum sínum túlkar hún vangaveltur sínar um lífið og tilveruna auk þess sem hringrásarhagkerfið hefur alltaf verið ofarlega á baugi í hennar verkum enda mikill umhverfissinni. Öll verkin á sýningunni Kerfi eru gerð úr endurunnum listaverkum á striga, endurnotuðum rafmagnsvírum, brotum, hlutum eða afskurði úr hinum ýmsa efniviði t.d. timbri, plasti og málmum.
Listin er alþjóðlegt hreyfiafl og þannig vill listamaðurinn túlka heiminn í gegnum verk sem vonandi hreyfa við áhorfendum og fá þau til þess að spyrja spurninga varðandi ofneyslu mannsins, ofhleðslu eða jafnvægi lita eða meta fegurðina og einfaldleikann í að endurnota/uppvinna efni (skapandi endurvinnsla).
Meðan á opnunni stendur mun listamaðurinn lesa upp ljóð úr óútkominni ljóðabók sinni Vetrarmyrkur. Allir velkomnir.
Nánar um listamanninn:
Gunnhildur Þórðardóttir er myndlistarmaður, skáld og kennari eins og áður sagði. Hún lauk tvíhliða BA námi í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama háskóla árið 2006 og lauk viðbótardiplóma í listkennslu við LHÍ á haustönn 2019. Hún hefur haldið margar einkasýningar meðal annars í Listasafni Reykjanesbæjar, Kirsuberjatrénu, í Suðsuðvestur, Flóru á Akureyri, í SÍM salnum, Slunkaríki, sal Íslenskrar grafíkur auk þess að taka þátt í samsýningum í Listasafni Íslands, Hafnarborg, Listasafni Reykjanesbæjar, Svavarssafni, Norræna húsinu, 002 gallerí og Tate Britain. Hún er stofnandi listahátíðarinnar Skáldasuðs og Myndlistarskóla Reykjaness. Hún fékk ljóðaverðlaunin Ljósberann árið 2019 og hefur tekið þátt í fjölda upplestra.
Allar nánari upplýsingar veita Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss aGFsbGEgfCBqb25zaHVzICEgZGs= og Gunnhildur Þórðadóttir á Z3VubmhpbGR1cnRob3JkYXIgfCBnbWFpbCAhIGNvbQ==

interested
Stay in the loop for updates and never miss a thing. Are you interested?
Yes
No

Ticket Info

To stay informed about ticket information or to know if tickets are not required, click the 'Notify me' button below.

Advertisement

Nearby Hotels

Jónshús, Øster Voldgade 12, 1350 København K, Danmark, Copenhagen , Denmark

Just a heads up!

We have gathered all the information for you in one convenient spot, but please keep in mind that these are subject to change. We do our best to keep everything updated, but something might be out of sync. For the latest updates, always check the official event details by clicking the "Find Tickets" button.

Get updates and reminders
Advertisement
Kerfi Opnun verk eftir Gunnhildi Þórðardóttur í Jónshúsi, 9 August | Event in Copenhagen  | AllEvents
Kerfi Opnun verk eftir Gunnhildi Þórðardóttur í Jónshúsi
Sat, 09 Aug, 2025 at 03:00 pm