🎉 Vetrarbrautskráning Háskólans á Akureyri fer fram í Hátíðarsal háskólans laugardaginn 14. febrúar 2026. Athöfnin er ætluð kandídötum sem fengu brautskráningarskírteini sín í október 2025 ásamt febrúar kandídötum 2026.
🎓 Athöfnin fer fram með hefðbundnu sniði í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri og eftir athöfn er boðið til móttöku með kaffi og sætum bita. Mikilvægt er að kandídatar skrái þátttöku sína.