Verið hjartanlega velkomin á opnun samsýningarinnar Viðbragð í Ketilhúsi Listasafnsins á Akureyri þann 27. nóvember. Dagskrá hefst klukkan 20 og sýningin er formlega opnuð klukkan 20:30.
Fimmtán íslenskir og erlendir listamenn eiga verk á sýningunni þar sem skapandi viðbrögð við umhverfisógnum er meginþema. Þar á meðal fiðluleikarinn og tónskáldið Laura Ortman sem á myndband á sýningunni og mun einnig spila fyrir gesti á opnuninni.
Aðrir listamenn sem taka þátt eru: a Snæfellsjökuls rawlings, Aurora Robson, Bolatta Silis-Høegh, Björg Eiríksdóttir, Camilla Thorup, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristinn Már Pálmason, Peter Holst Henckel, Sigga Björg Sigurðardóttir, Sigrún Hrólfsdóttir og Þórdís Aðalsteinsdóttir.
Sýningarstjórar eru Auður og Þórdís Aðalsteinsdætur.
Viðbragð beinir athygli að skapandi viðbrögðum sem grundvallareiginleika lífs, og að mikilvægi listarinnar þegar tekist er á við breytta heimsmynd vegna loftslagsbreytinga og annarra umhverfisógna. Með visthverfa hugsun að leiðarljósi eru meginþemun samtengingar, flókin kerfi og fjölbreytileiki. Verk sýningarinnar kanna umbreytingar og óskýr mörk hins innra og ytra, náttúru og menningar. Tengsl af ýmsu tagi eru í brennidepli, meðal annars samskipti sem spanna vítt róf, allt frá valdníðslu og óréttlæti til umhyggju og ábyrgðarkenndar, sem og tilfinningaleg viðbrögð allt frá vistsorg og kvíða til vonar og sköpunargleði.
https://cr.hi.is/opnun-syningarinnar-vidbragd-i-listasafninu-a-akureyri/
Sýningin hlaut styrk frá Nordisk kulturfond og viðburðir tengdir henni fengu styrki úr uppbyggingarsjóði SSNE og samfélagssjóði Landsvirkjunar.
You may also like the following events from Rannsóknasetur HÍ í Þingeyjarsveit: