✨ Langar þig að gefa þér tíma og rými til að lenda mjúklega; í sjálfri þér, í tilganginum þínum, eða bara einfaldlega í lífinu?
🧘♀️ Langar þig að dvelja í kyrrð, tengja við náttúruna og njóta samveru með öðrum konum á sömu vegferð?
🌿 -Þá gæti Mjúk lending: Kyrrð, næring & náttúra - KvennaRetreat í Tungulendingu verið eitthvað fyrir þig!
Dagskrá hefst kl. 17:00 föstudaginn 10. október og lýkur kl. 14:00 sunnudaginn 12. október.
Staðurinn einn og sér er algjör töfrastaður; annar heimur sem færir kyrrð og frið inn í hverja frumu 🧘♀️🌊
Dagskráin er fjölbreytt og samanstendur m.a. af:
🧘♀Jóga & hugleiðslu
🪶Hvíld & slökun
🌊Náttúrutengingu
🥗Góðri næringu
🙏Persónubundnum ásetningi
🔮Kakó seremóníu
📿Kvennahring
Við njótum hollrar og góðrar næringar og njótum þess að hvílast án áreitis, við hafið.
Lagt er upp með að 2 konur deili herbergi, en hægt að vera ein í herbergi gegn aukagjaldi.
Innifalið í verði er gisting, allar máltíðir, seremóníukakó, glaðningur við komu, öll dagskrá og kennsla.
Fullt var á retreat-ið sl. tvö ár og eru eftirfarandi ummæli eftir þátttakendur þar:
– “Ein besta gjöf sem ég hef gefið sjálfri mér. Engin krafa um að vera að gera eitthvað annað en það sem mig langaði til að gera.”
– “Helgin gaf mér rými. Rými fyrir sjálfskoðun og sjálfsmildi. Rými til að losa um einhverja spennu sem ég vissi ekki að þyrfti að losa um og þ.a.l fann ég ró í sjálfri mér sem ég hef ekki fundið lengi. Ég mun seint gleyma þessari upplifun og þeim djúpstæðu áhrifum sem hún hafði á mig.”
– “Ég náði að tengjast mér aftur, finna til þakklætis fyrir fólkið mitt. Finna kærleikan innra með mér og það sem skiptir mig máli. Ég náði mikilli slökun og kem endurnærð tilbaka.”
– “Þessi staður er draumi líkastur – Þvílík Paradís. Þessar konur og Huld – Hefði ekki getað verið betri hópur af ólíkum konum. Ég fann fyrir svo miklum kærleik ❤️ ”
– “Þessi helgi minnti mig á að slaka á. Ekki bara fækka mögulega verkefnum heldur hægja á huga og hjarta, og leyfa mér að njóta þess sem á vegi mínum verður.”
Nánari upplýsingar og dagskrárdrög má finna á www.spiritnorth.is
Verð:
kr. 77.000*
*Velkomið að skipta greiðslum.
Hægt að skipta greiðslum í tvær 38.500 eða þrjár 25.700 greiðslur – hafið samband fyrir þann möguleika.
Ath. til að taka þarf pláss þarf að greiða staðfestingargjald, að lágmarki einn þriðja af heildarverði (25.700 kr) – einnig má greiða að fullu við bókun.
Nánar um kennarann:
Huld Hafliðadóttir er jógakennari, gongspilari og markþjálfi og hefur kennt jóga á Húsavík og í nærsveitum sl. 15 ár, í hvers kyns formi. Allt frá jóga fyrir leikskólabörn yfir í hádegisjóga á skrifstofu sveitarfélagsins.
Undanfarin misseri hefur Huld lagt áherslu á hugleiðslu og slökun auk þess að vera mjög umhugað um að bjóða rými fyrir sjálfsmildi, sjálfsvitund og meðvitund og stofnaði hún Spirit North í þeim tilgangi árið 2018. Hún hefur leitt fjölda viðburða fyrir konur og leggur áherslu á að fólk gefi sér tíma og rými til einfaldlega til að vera og tengja inn á við, í heimi sem sífellt kallar á tengingu út á við.