Viðburðurinn er í vinnslu en takið daginn frá❤️
Hjaltastaðir efnir til viðburðar þar sem nokkrir velunnarar Hjaltastaða mun koma fram og sameina okkur í skemmtilegri hreyfingu. Einnig mun móðir Hjalta segja nokkur orð og leiða okkur í hugleiðslu og slökun.
10 október er Alþjóðlegi Geðheilbrigðis dagurinn og setjum við fókusinn á geðheilbrigði.
Endilega komið og verið með okkur og hjálpumst að við að rífa upp orkuna og hreyfum okkur saman til góðs❤️
Þeir sem munu koma fram eru:
Hildur Sólveig Stuðpinni
Thorunn Kristín Gleðipinni
Gerður Ósk móðir Hjalta Snæs og algjör fjörkálfur
Hjaltastaðir – staður til að byggja sig upp ✨
Hjaltastaðir er fyrir fólk 18 ára og eldri, sem standa höllum fæti og hafa ekki náð að fóta sig í lífinu - það fær tækifæri til að finna styrk, öryggi og samstöðu.
Þar gefst fólki rými til að hægja á sér, taka skref í átt að sjálfstæði og verða betur undirbúið fyrir daglegt líf.
Við trúum því að allir eigi skilið stað þar sem þeir geta blómstrað – stað sem býður upp á hlýju, skilning og stuðning. Hjaltastaðir eru slíkur staður.
Til þess að við getum haldið áfram þessu mikilvæga starfi þurfum við þinn stuðning. Með því að taka þátt í fjáröflunarviðburðinum leggur þú þitt af mörkum til að skapa úrræði, umhyggju og tækifæri fyrir þá sem þurfa mest á því að halda.
Saman getum við breytt lífum. 💙