Hinn árlegi Jólamarkaður í Skjólbrekku verður haldinn laugardaginn 6. desember frá kl. 12:00-17:00 og sunnudaginn 7. desember frá kl. 12:00-16:00.
Markaðurinn verður hinn glæsilegasti og fjölbreytt úrval af norðlensku handverki og matvöru til sölu.
Seljendur í ár:
Hrönn Björnsdóttir - Hverabrauð, flatbrauð og kæfa. Útsaumuð handklæði og viskastykki, lyklakippur og fleira.
Sólveig Pétursdóttir - Heimagert hlaup og handverk m.a. laufabrauðhlemmar og bretti.
HHSkart - Demantamyndir og skraut, handunnið skart, stálhringir, keðjur, armbönd og margt fleira.
Guðveig og Kjartan - Renndar trévörur og barnapeysur.
Reykkofinn á Hellu - Hangikjöt, sperðlar og reyktur silungur.
Elín Kjartansdóttir - Skart úr hornum og beinum ýmisra dýra, endurnýttur textíll, mislit kerti á gömlu jólatrén eða í englaspilin úr endurunnu vaxi og fleira.
Anna Karen Unnsteins - Prjón og munir úr gamalli mynt og frímerkjum.
Fanney Jóhannsdóttir og Jakob Ágúst Róbertsson - Skart og skúlptúrar úr fuglabeinum, ryðguðu járni og fleiru. Eldsmíðað skart, upptakarar, snagar, naglar og fleira.
Skútaís - Heimagerður ís beint frá býli.
Sillukot - Handgerðar Sælusápur, ilmkerti og varasalvar ásamt ýmsum öðrum heimilisvörum. Tilvalið í jólapakkann fyrir þá sem eiga allt.
Hjördís Valtýsdóttir - Kleinur, soðið brauð, pavlouvur og ýmsilegt jólalegt handverk.
Bryndís Valtýsdóttir - Glervörur og hekluð snjókorn.
Þuríður og Sigurlaug Helgadætur - merktar vörur s.s. svuntur, samfellur, smekkir ofl, aloe vera vörur og dúkkuföt
Ragnar Davíð Baldvinsson - Bolir, seglar og lyklakippur merktar Mývatn, Dettifoss og Akureyri.
Gummi Design - Ýmiskonar handverk úr timbri og fleira.
Guðmundur Árni og Hjördís - 3D vörur, útsaumaðar myndir og málaðar styttur.
Adéla Potomáková - Hekluð dýr.
Helgi og Agnes Setbergi Fellum - Kartöflur.
Kolla Ívars - Hverabakað rúgbrauð, flatbrauð, eldhúshandklæði og töskur frá Birnu.
Svala Kristrún Stefánsdóttir - Handverk, handsaumuð ullarjólatré, plíseruð jólatré, pottaleppa, útsaumaðar bænir og engla. Einnig nýbakaðar gerbollur.
Ragnar Þorsteinsson - Lambadagatal 2026 og lambakort.
Líf Sigurðardóttir - Handmótaðir keramikmunir meðal annars keramikhrútar, uglur og munir í eldhúsið.
Kvenfélag Mývatnssveitar verður með kakó og vöfflusölu á markaðnum!
Laugardaginn 6. desember verður opnunarhátíð Jólasveinanna í Dimmuborgum frá kl. 11-14 og jólasveinabaðið í Jarðböðunum við Mývatn kl. 16.
Komdu og gerðu þér glaðan dag í Mývatnssveit fyrir jólin!
---
The annual Christmas market will be held on December 6th from 12-17 and on December 7th from 12-16 in Skjólbrekka by Lake Mývatn. Lots of vendors - Crafts, groceries, Christmas items and more!
Earlier on December 6th from 11-14, the Yule Lads opening party will take place in Dimmuborgir and at 16:00 the annual Yule Lads bath will take place in the Earth Lagoon.
You may also like the following events from Jólasveinarnir í Dimmuborgum - The Yule Lads:
Also check out other
Parties in Akureyri,
Entertainment events in Akureyri.