Eimur, Norðurþing, Landsvirkjun og Íslandsstofa efna til opinnar ráðstefnu á Fosshótel Húsavík, fimmtudaginn 20. nóvember næstkomandi, þar sem sjónum er beint að framtíð Bakka við Húsavík sem miðstöð sjálfbærrar atvinnuuppbyggingar.
💡Yfirskrift viðburðarins er Framtíðin á Bakka – Samvinna, sjálfbærni og sóknarfæri og er liður í að efla umræðu og samstöðu um framtíðarsýn fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi.
💡Meðal fundarefna verður:
• Hvernig orka, varmi og innviðir skapa ný tækifæri á Bakka
• Hvernig hringrásarhagkerfi getur stutt við atvinnuþróun og alþjóðlega ímynd Íslands
• Hvernig samfélagið getur tekið virkan þátt í sjálfbærri uppbyggingu
Dagskrá:
Húsið opnar kl. 12:00 – Skráning og súpuhlaðborð
Ráðstefna kl. 13:00 – 17:00
Fundarliður 1: Bakki í sókn – Tækifæri og uppbygging á grænum grunni.
Fundarliður 2: Grunnstoðir Bakka – orka, innviðir og samkeppnishæfni.
Fundarliður 3: Hvert stefnum við? – Framtíðarsýn Bakka til næstu kynslóða.
Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið á Bakka fyrir hádegi frá kl. 10:30 - 12:00 þann 20. nóvember og er sú ferð opin öllum. Rútan fer frá Fosshótel á Húsavík og er nauðsynlegt að skrá sig því það er takmarkað pláss. ATH! Það er fullt í skoðunarferðina.
✏️Skráning www.eimur.is/bakkiradstefna
Nánari upplýsingar veitir Kolfinna María Níelsdóttir á netfangið
a29sZmlubmEgfCBlaW11ciAhIGlz
ATH! Gisting: Huggó Húsavík tilboð er í gangi á Fosshótel og er hægt er að bóka það hér:
https://www.islandshotel.is/is/tilbod/huggo-a-husavik/?gad_source=1&gad_campaignid=21927880231&gbraid=0AAAAApbm5r56TTJmXrLHq9niGODiI9arJ&gclid=CjwKCAjw0sfHBhB6EiwAQtv5qZ86L-PBr5GrCawlk_aP6hGjZQYefMYeJBUrW17ev-dbe2DrqOhEBxoCvSgQAvD_BwE