Það gleður okkur að tilkynna að við (Sara og Jens) ætlum að vera með Sjamaníska 9D breathwork ferðalagið 9DMT kl 20:00 - 22:00 þann 10 desember á Akureyri.
Um ferðalagið:
9DMT er byltingarkennd 9D öndunarferð sem sameinar forna sjamaníska visku við nútímalega, marghliða hljóðhönnun, knúin áfram með þinni eigin öndun.
Þetta er fyrir þá sem eru tilbúnir að horfast í augu við sjálfa sig, losa tilfinningalega byrði, tengjast innra barni sínu og ferðast í gegnum dauða egósins inn í andlega endurfæðingu. Þetta ferðalag býður upp á jarðbundna, öfluga og örugga leið til að víkka meðvitundina.
Ferðalagið var búið til í Temazcal Seremoníu í Argentínu. En Temezcal er fornt sweat lodge (gufuhof) sem er notað til hreinsunar, bænar og endurfæðingar. Venjulega eru engar upptökur leyfðar, en shamaninn gerði undantekningu og leyfði upptökur á þessu einstaka ferðalagi. Shamaninn talar einnig inn á upptökuna og kemur með transmission ásamt kvenrödd sem miðlar hráum vibrational skilaboðum.
Öndunartæknin sem notuð er kallast aðlöguð DMT-öndun — hraðari og dýpri útgáfa af hringöndun sem margir kannast við. Hún virkjar heilaköngulinn, opnar inn á breytt ástand sem líkir við áhrifum náttúrulega efnisins N,N-Dimethyltryptamine.
Hæsti punktur ferðarinnar — „DMT-fasi“ okkar — inniheldur hljóðmynd sem var hönnuð til að endurskapa það sem margir heyra eftir að hafa reykt DMT. Hugsaðu þér geimhljóð, tímalausa áferð og hljóðgáttir sem draga þig langt út fyrir línulega veruleikann.
Algengir ávinningar:
🌀 Upplausn egós – Mýktu sjálfsmynd þína og upplifðu frelsið í formleysi.
🧠 Virkjun ofskynjunarástands – Ferðastu inn í breytta meðvitund án utanaðkomandi efna.
👶 Heilun innra barns – Tengstu aftur við saklausa, ósnortna hluta þíns sjálfs.
🔥 Tilfinningalosun – Losaðu um áföll, sorg, reiði í öruggu og heilögu rými.
🌬️ Orku-endurfæðing – Komdu endurfædd/ur til baka — skýrari, léttari og nær þínum eigin sannleika.
Þetta er fyrsta 9D öndunarferðalagið sem hefur verið tekin upp innan í hefðbundinni Temazcal-seremóníu — djúp heilög athöfn sem sjaldan er opnuð fyrir utanaðkomandi, hvað þá upptökubúnað. Hún inniheldur lifandi sjamanraddir, miðlaða söngva og hljóðhönnun sem miðar að því að endurskapa marghliða reynslu DMT — án efna.
9DMT er risastórt skref í átt að meðvitaðri heilun.
------------------------------------------------------------------
9D BreathWork er byltingarkennd öndunarmeðferð þar sem notast er við sómatíska öndun og nútíma hjóðtækni sem hjálpar þér að ná enn dýpra inn í hinn hulda heim undirmeðvitundarinnar.
Hún veitir þátttakendum tækifæri til að fara í gegnum djúpa sjálfskoðun, skoða ómeðvituð viðhorf og sögur sem eru að halda aftur af þeim, upplifa tilfinningalega losun og tengjast meira þakklæti, krafti og gleði í lífinu. Þessi öndun og djúpa hugarástand hefur reynst áhrifaríkt gegn streitu, kvíða og depurð.
Þessi aðferð nær þessum framúrskarandi árangri með því að hægja á heilabylgjum frá 14-30 Hz (Beta) niður í lægri tíðni (Theta) sem er tengd djúpslökunar og svefn-tíðni heilans.
Þannig fá þátttakendur aðgang að undirmeðvitund sinni og geta byrjað að losna úr fjötrum áfalla, öðlast dýpri skilning á sjálfum sér og skapað öflugri hugmyndir og viðhorf um lífið og eigið sjálf.
Þetta er einstakt ferðalag sem sameinar huga, líkama og sál, og eitthvað sem allir sem vilja bæta lífsgæði sín og byggja sig upp verða að prófa og upplifa. Þetta er ólýsanleg reynsla.
Ávinningar 9D Breathwork
-Minnkar áhrif streitu: 9D Öndun hjálpar við að stjórna og minnka streitu og stuðlað að betri líðan.
-Tilfinningalosun: Þátttakendur geta losað um gamlan sársauka sem situr í líkamanum og veldur þjáningu og stöðnun á lífsorkunni.
-Líkamlegir ávinningar: Meðferðin hefur sýnt fram á góðan árangur í að létta á líkamlegum óþægindum, stuðlað að betri svefni, haft jákvæð áhrif á blóðsykurinn og kólesteról.
-Skýrari fókus: Með því að róa hugann upplifa þátttakendur oft aukinn skýrleika og einbeitingu.
-Dýpri sjálfskunnátta: Með því að kafa inn í undirmeðvitundina upplifa þátttakendur meiri skilning á sjálfinu og andlegan vöxt.
-Sterkara hugarfar: Með uppbyggjandi leiddum ferðalögum fá þátttakendur tækifæri til að kveðja gömul viðhorf og sögur sem halda aftur af þeim og stíga fyllilega inn í kraftinn sinn.
Við hlökkum til að taka á móti þér og skapa öruggt rými fyrir þig.
Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram hér:
https://www.sjalfid.is/9D-breathwork