Kjallararotturnar skríða upp úr Þjóðleikhúskjallaranum og alla leið vestur á Vagninn Flateyri. Burleskdrottning Íslands Margrét Erla Maack og dragundrið Gógó Starr hafa haldið um hnútana á yfir 50 sýningum í Þjóðleikhúskjallaranum síðastliðin leikár og taka með sér uppáhaldsfólk: Hina fagursköpuðu burlesk- og húllamær Bobbie Michelle og sirkusfolannn Nonna sem er nýkominn heim úr glæstri sýningarferð til New York-borgar.
"Vítamínsprauta gegn stöðnuðu leikhúsi." - Nína Hjálmars, Víðsjá