Má bjóða þér að koma og upplifa ilmandi krafta náttúrunnar og
læra um náttúrulegt ILMVATN - yndislegar ilmblöndur sem blandaðar eru í grunnolíu og bornar á með roll-on tappa / rúllutappa
Þú færð að prófa margar blöndur og heyra um reynslusögur sem sýnir þér hvernig þú gætir notað kjarnaolíur til að gera lífið þitt enn betra, auka styrk, minnka streytu, til að gleðja og jafna orkuna.
Ef þú vilt blanda þína blöndu til að taka heim þá verður allur efniviður á staðnum.
Efni í ilmblöndur (ilmvatn) og olíublöndur fyrir verki
Þetta er fullkomið tækifæri fyrir olíuvini að læra að nota olíurnar sem bíða upp á hillu eða fyrir nýliða að kynnast möguleikunum sem felast að þessum kröftugu efnum.
Þetta sagði Kolbrún eftir síðasta námskeið:
Takk, þú ert frábær kennari.
Á tveimur klukkutímum tókst þér að útskýra fyrir okkur hvernig hægt er að búa til ilmolíu með mismunandi kjarnaolíum.
Þá tókst okkur að útbúa ilmolíu að eigin vali.
Flókið ferli sett fram á einfaldan áhrifamikinn hátt.
Staður - hjá Soffíu og Láka
Klukkan 17:17 - 19:44
Verð: 2500kr
Skráning og greiðsla fyrir 10. ág hjá Lilju eða Soffíu
Kennari
Lilja Oddsdóttir stofnandi Arómaskólans
You may also like the following events from Lilja Oddsdottir Naturally: