⚡️80 ára afmæli Skeiðsfossvirkjunar á Síldarævintýrinu um verslunarmannahelgina ⚡️
Skeiðsfossvirkjun í Fljótum| 3. ágúst kl 11:00 | Rúta frá ráðhúsinu á Siglufirði kl. 10:30 - skráning hér :
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeVOw3t8X6AVsbbfwnik2IcObjVV5DWpQYwSCwcTUlqD6Gz9w/viewform
Orkusalan býður til skemmtilegrar samverustundar við Skeiðsfossvirkjun á sunnudeginum um verslunarmannahelgina. Afmælið fer fram í fallegu og skógi vöxnu umhverfi við stöðvarhúsið og virkjunina.
✨ Dagskrá dagsins - stuð, saga og samvera:
💜 Ókeypis rútuferð frá Ráðhústorginu á Siglufirði kl. 10:30 🚌
💜 Veitingar á svæðinu frá kl 11:00, grillaðar pylsur, drykkir, afmæliskaka og kaffi
💜 Hoppukastali, Kubb og Pétanque fyrir börnin 🏰
💜 Sýning á stöðvarhúsi og ganga að stíflunni
💜 Spjall við stöðvarstjóra og fræðsla um sögu virkjunarinnar og starfsemi hennar í dag 💧
Skeiðsfossvirkjun, knúin af krafti Fljótaár, var lykilstoð í þeirri stórkostlegu uppbyggingu sem fylgdi síldarævintýrinu á Siglufirði. Hún tryggði rafmagn til verksmiðja, heimila og fyrirtækja og lagði grunn að því samfélagi sem þá byggðist upp. 💜
Mætum sem flest í tilefni þessa merka áfanga í sögu raforkumála á Norðurlandi.
Öll velkomin – við hlökkum til að sjá ykkur!